Stjörnur úr veitingageiranum nutu sín í opnunarteiti Aðalstrætis

Viðburðir | 15. nóvember 2024

Stjörnur úr veitingageiranum nutu sín í opnunarteiti Aðalstrætis

Úrvalslið veitingageirans lagði leið sína upp á Keflavíkurflugvöll (KEF) til að fagna þar opnun þriggja nýrra veitingastaða. Veitingasvæðið Aðalstræti sem er rekið af Lagardère Travel Retail er nú opið í brottfararsalnum þar sem nýju veitingastaðirnir eru; hamborgarastaðurinn Yuzu, ítalski veitingastaðurinn La Trattoria og mexíkóski matstaðurinn Zócalo. Nýja veitingasvæðið, Aðalstræti, er hluti af opnun austurálmunnar sem felur í sér 30% stækkun flugstöðvarinnar.

Stjörnur úr veitingageiranum nutu sín í opnunarteiti Aðalstrætis

Viðburðir | 15. nóvember 2024

Hafsteinn Júlíusson og eiginkona hans Karitas Sveinsdóttir hönnuðir og eigendur …
Hafsteinn Júlíusson og eiginkona hans Karitas Sveinsdóttir hönnuðir og eigendur að HAF Studio. Þau sáum um hönnun svæðisins í heild sinni með glæsilegri útkomum. Ljósmynd/Garðar Ólafsson

Úrvalslið veitingageirans lagði leið sína upp á Keflavíkurflugvöll (KEF) til að fagna þar opnun þriggja nýrra veitingastaða. Veitingasvæðið Aðalstræti sem er rekið af Lagardère Travel Retail er nú opið í brottfararsalnum þar sem nýju veitingastaðirnir eru; hamborgarastaðurinn Yuzu, ítalski veitingastaðurinn La Trattoria og mexíkóski matstaðurinn Zócalo. Nýja veitingasvæðið, Aðalstræti, er hluti af opnun austurálmunnar sem felur í sér 30% stækkun flugstöðvarinnar.

Úrvalslið veitingageirans lagði leið sína upp á Keflavíkurflugvöll (KEF) til að fagna þar opnun þriggja nýrra veitingastaða. Veitingasvæðið Aðalstræti sem er rekið af Lagardère Travel Retail er nú opið í brottfararsalnum þar sem nýju veitingastaðirnir eru; hamborgarastaðurinn Yuzu, ítalski veitingastaðurinn La Trattoria og mexíkóski matstaðurinn Zócalo. Nýja veitingasvæðið, Aðalstræti, er hluti af opnun austurálmunnar sem felur í sér 30% stækkun flugstöðvarinnar.

Ekki þverfótað fyrir stjörnum úr veitingageiranum

Margt var um manninn og var ekki þverfótað fyrir stjörnum úr veitingageiranum sem gæddu sér á gómsætum réttum úr smiðju Zócalo, La Trattoria og Yuzu og nutu fljótandi veiga. Gríðarlega góð stemning var í boðinu og DJ Danni Deluxe lék ljúfa tóna fyrir gesti.

„Aðalstræti er sérhannað fyrir flugvöllinn með hraða, gæði og fjölbreytni í fyrirrúmi. Allir matseðlar eru aðlagaðir flugstöðinni með vinsælum réttum sem eru hraðir í afgreiðslu. Boðið er upp á sérstaka morgunverðarétti og barnarétti og jafnframt bjóða allir staðirnir val um að borða á staðnum eða taka með sér í flugferðina. Zócalo, La Trattoria og Yuzu eru allt frábærir veitingastaðir með sín sérkenni og bæta enn frekar úrvalið í flugstöðinni,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslunar og veitinga hjá KEF.

Hlýlega og afslöppuð miðbæjarstemning

Íslenska hönnunarstofan HAF Studio hafði veg og vanda að hönnun svæðisins og Krot & Krass hannaði vegglistaverk sem prýða veggi þess. Áhersla var lögð á að skapa heildrænt rými sem heldur vel um gesti og stemningu eins og gerist best í miðborg Reykjavíkur.

„Við vildum skapa hlýlega og afslappaða miðbæjarstemmingu sem landsmenn þekkja meðal annars úr mathöllum sem opnað hafa víðs vegar um borgina undanfarið og höfðum það að leiðarljósi í allri hönnun. Á sama tíma og við leituðumst eftir því að vera með samræmt útlit í innréttingunum vildum við þó leyfa hverjum veitingastað að halda í sín sérkenni. Að mínu mati heppnaðist verkefnið virkilega vel enda var einstakt tækifæri að fá að hanna umhverfi fyrir þessa flottu veitingastaði og virkilega gaman að fá að fagna þessum áfanga með fólkinu á bak við veitingastaðina,“ segir Hafsteinn Júlíusson, eigandi HAF Studio.

Berglind Snæland, Þórunn Marinósdóttir, Karitas Kjartansdóttir, Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, Sveinn …
Berglind Snæland, Þórunn Marinósdóttir, Karitas Kjartansdóttir, Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, Sveinn Rafn Eiðsson og Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir. Ljósmynd/Garðar Ólafsson
Einar Örn Einarsson, Haukur Chef og Hrefna Sætran.
Einar Örn Einarsson, Haukur Chef og Hrefna Sætran. Ljósmynd/Garðar Ólafsson
Guðmundur Stephensen og Holger Gísli Gíslason.
Guðmundur Stephensen og Holger Gísli Gíslason. Ljósmynd/Garðar Ólafsson
Margrét Rós Sigurjónsdóttir og Einar Örn Einarsson.
Margrét Rós Sigurjónsdóttir og Einar Örn Einarsson. Ljósmynd/Garðar Ólafsson
Eyrún Reynisdóttir og Jósef Halldór Þorgeirsson.
Eyrún Reynisdóttir og Jósef Halldór Þorgeirsson. Ljósmynd/Garðar Ólafsson
Arnþór Jóhannsson, Guðbjörg Hrönn Björnsdóttir og Ágúst Reynisson.
Arnþór Jóhannsson, Guðbjörg Hrönn Björnsdóttir og Ágúst Reynisson. Ljósmynd/Garðar Ólafsson
Haukur í góðum hópi gesta.
Haukur í góðum hópi gesta. Ljósmynd/Garðar Ólafsson
Hrefna Rósa Sætran naut sín meðal gesta.
Hrefna Rósa Sætran naut sín meðal gesta. Ljósmynd/Garðar Ólafsson
Sigríður Maggý Árnadóttir og Semjon Karopka.
Sigríður Maggý Árnadóttir og Semjon Karopka. Ljósmynd/Garðar Ólafsson
Karitas Sveinsdóttir hjá HAF Studio.
Karitas Sveinsdóttir hjá HAF Studio. Ljósmynd/Garðar Ólafsson
Sigríður Maggý Árnadóttir, Ásgeir Þórðarson og Jóhannes Bjarni Bjarnason.
Sigríður Maggý Árnadóttir, Ásgeir Þórðarson og Jóhannes Bjarni Bjarnason. Ljósmynd/Garðar Ólafsson
Gísli Lárusson, Óskar Örn Pétursson og Eiríkur Sigurðsson.
Gísli Lárusson, Óskar Örn Pétursson og Eiríkur Sigurðsson. Ljósmynd/Garðar Ólafsson
Ómar Tryggvason, Geir Ulrich Skaftason og Andri Ómarsson.
Ómar Tryggvason, Geir Ulrich Skaftason og Andri Ómarsson. Ljósmynd/Garðar Ólafsson
Semjon Karopka innan um kræsingarnar.
Semjon Karopka innan um kræsingarnar. Ljósmynd/Garðar Ólafsson
Sigríður Maggý Árnadóttir, Shano Hardeen-Jónsson og Sofia Karvouniari.
Sigríður Maggý Árnadóttir, Shano Hardeen-Jónsson og Sofia Karvouniari. Ljósmynd/Garðar Ólafsson
Hulda Steinunn Steinsdóttir, Bjarki Snær Smárason og Hafdís Katrín Hlynsdóttir.
Hulda Steinunn Steinsdóttir, Bjarki Snær Smárason og Hafdís Katrín Hlynsdóttir. Ljósmynd/Garðar Ólafsson
Ragnar Sævarsson, Björgvin Magnússon og Kári Steinsson.
Ragnar Sævarsson, Björgvin Magnússon og Kári Steinsson. Ljósmynd/Garðar Ólafsson
mbl.is