Stríðið endi fyrr með Trump í Hvíta húsinu

Úkraína | 15. nóvember 2024

Stríðið endi fyrr með Trump í Hvíta húsinu

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist telja að stríð Rússa gegn Úkraínumönnum endi fyrr með Donald Trump í Hvíta húsinu.

Stríðið endi fyrr með Trump í Hvíta húsinu

Úkraína | 15. nóvember 2024

Selenskí hitti Trump í New York í september á þessu …
Selenskí hitti Trump í New York í september á þessu ári til að kynna siguráætlun Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist telja að stríð Rússa gegn Úkraínumönnum endi fyrr með Donald Trump í Hvíta húsinu.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist telja að stríð Rússa gegn Úkraínumönnum endi fyrr með Donald Trump í Hvíta húsinu.

Trump tekur við embættinu í annað sinn í janúar á næsta ári eftir að hann sigraði Kamölu Harris framboðsefni Demókrata fyrr í mánuðinum.

Þeirra nálgun og loforð til Bandaríkjamanna

„Það er alveg ljóst að stríðið mun enda fyrr undir stefnu þeirra sem munu brátt leiða Hvíta húsið. Það er þeirra nálgun, þeirra loforð til Bandaríkjamanna,“ sagði Selenskí í samtali við úkraínska fjölmiðilinn Suspilne í dag.

Efasemdir og óvissa hafa legið í lofti varðandi áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínumenn þegar Trump tekur við embættinu, en hann hefur ítrekað sett út á aðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu og viðrað hugmyndir um að enda stuðninginn alfarið.

Hefur Selenskí hvatt til varkárni er kemur að slíkum fullyrðingum og segir skjótar lausnir geta tapað Úkraínu stríðinu. Án stuðnings Bandaríkjanna muni Úkraína tapa stríðinu.

Selenskí hitti Trump í heimsókn sinni til Bandaríkjanna í september og kynnti fyrir honum siguráætlun Úkraínumanna, líkt og hann gerði við Kamölu Harris og Joe Biden.

mbl.is