Sindri Geir hafnaði uppstillingarnefnd tvisvar til þrisvar áður en hann ákvað að láta slag standa sem oddviti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi.
Sindri Geir hafnaði uppstillingarnefnd tvisvar til þrisvar áður en hann ákvað að láta slag standa sem oddviti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi.
Sindri Geir hafnaði uppstillingarnefnd tvisvar til þrisvar áður en hann ákvað að láta slag standa sem oddviti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi.
Hann segir að náttúruvernd beri reglulega á góma í samræðum við kjósendur og nefnir að VG vilji að eldi í opnum sjókvíum verði bannað eftir árið 2030.
„Það sem kannski kemur mér á óvart þegar ég er að tala við fólk og er á ferðinni er að náttúruverndin, hún skiptir fólk gríðarlegu máli,“ segir Sindri og bætir við:
„Það er alveg greinilegt að náttúruverndin, loftslagsmálin, orkumálin, þetta er eitthvað sem brennur á fólki hérna á svæðinu.“
Umhverfisvernd er helsta áherslumál hans í komandi kosningum.
„Við erum að horfa upp á það að eftir kosningar verði mögulega enginn fulltrúi náttúruverndar á þingi og þá kætast bara stóriðjutröllin og enginn annar,“ segir hann og vísar í kannanir.