Ýmis mikilvæg atriði náðust fram í kjarasamningum hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið, sem undirritaðir voru í gær.
Ýmis mikilvæg atriði náðust fram í kjarasamningum hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið, sem undirritaðir voru í gær.
Ýmis mikilvæg atriði náðust fram í kjarasamningum hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið, sem undirritaðir voru í gær.
Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að alfarið hafi verið unnið eftir kröfugerð sem lögð var fram við upphafi viðræðna, sem byggði á óskum og skoðunum hjúkrunarfræðinga. Með því hafi góðum samningi verið landað.
„Við erum búin að sitja við borðið í níu mánuði og það hefur verið unnið þann tíma. Reyndar styttra en síðast, þá vorum við 20 mánuði, þannig þetta eru framfarir,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við mbl.is.
„Við lögðum fram kröfugerð í upphafi viðræðnanna og eftir henni höfum við unnið. Sú kröfugerð byggir á óskum og skoðunum hjúkrunarfræðinga, því sem hjúkrunarfræðingar hafa viljað setja á oddinn. Það hefur verið okkar leiðarljós síðustu níu mánuði og þegar við töldum okkur vera komin með það sem við værum sátt við miðað við stöðuna í dag, þá kláruðum við samtalið.“
Guðbjörg segir mikilvægt skref hafa verið tekið með samningnum þar sem horft sé á virði starfanna í samanburði við aðrar stéttir og að kjörin hækki til samræmis við aðra háskólamenntaða sérfræðinga. Þá sé stytting vinnuvikunnar fest í sessi og vinnutími dagvinnufólks verður 36 tíma ár viku.
Einnig var samið um breytingar á starfsmenntunarsjóði, sem Guðbjörg segir mikla eftirspurn hafa verið eftir, en framlagið verður hækkað
„Síðan erum við að fara í aukna vegferð að sérfræðileyfi hjúkrunarfræðinga. Þannig við erum líka með framtíðarpælingar í þessu,“ segir Guðbjörg.
„Þess vegna tel ég mig hafa vandað þarna samning sem byggður er á því sem hjúkrunarfræðingar hafa sett fram. Ég er ekki að setja samning í loftið sem ég tel að hjúkrunarfræðingar muni ekki vera sáttir við.“
Nýr samningur verður kynntur fyrir félagsfólki eftir helgi og fer í atkvæðagreiðslu á miðvikudaginn. Atkvæðagreiðslu lýkur svo mánudaginn 25. nóvember.