Afi sendir Kennarasambandinu reikning vegna tekjutaps

Kjaraviðræður | 16. nóvember 2024

Afi sendir Kennarasambandinu reikning vegna tekjutaps

Ólafur Hauksson, almannatengill hjá Proforma og afi tveggja ára barns í leikskóla, hefur sent Kennarasambandi Íslands reikning vegna tekjutaps af völdum verkfalls kennara á leikskólum Seltjarnarness. Ólafur upplýsir þetta á facebook-síðu sinni.

Afi sendir Kennarasambandinu reikning vegna tekjutaps

Kjaraviðræður | 16. nóvember 2024

Starfsfólk á leikskóla Seltjarnarness er í verkfalli.
Starfsfólk á leikskóla Seltjarnarness er í verkfalli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Hauksson, almannatengill hjá Proforma og afi tveggja ára barns í leikskóla, hefur sent Kennarasambandi Íslands reikning vegna tekjutaps af völdum verkfalls kennara á leikskólum Seltjarnarness. Ólafur upplýsir þetta á facebook-síðu sinni.

Ólafur Hauksson, almannatengill hjá Proforma og afi tveggja ára barns í leikskóla, hefur sent Kennarasambandi Íslands reikning vegna tekjutaps af völdum verkfalls kennara á leikskólum Seltjarnarness. Ólafur upplýsir þetta á facebook-síðu sinni.

„Reikningurinn er fyrir þann hluta af dagvinnutíma sem ég hef lagt af mörkum til að vera með tveggja ára afabarnið vegna þess að hún er útilokuð frá leikskólanum. Ég sinni henni með glöðu geði, en á meðan afla ég ekki tekna,“ ritar Ólafur en reikningurinn er upp á rúmar 300 þúsund krónur, byggður á útseldum taxta hans sem ráðgjafi í almannatengslum.

Formaðurinn skrapp til Englands

„Kennaraverkfallið er of vitlaust til að kyngja því andmælalaust. Þetta er ekki raunverulegt verkfall, heldur einhver furðuleg tilraun á kostnað minn og annarra. Verkfallið tekur aðeins til 3% leikskólakennara til að pressa á um kjarabætur fyrir 100% þeirra. Verkfallið hefur því engin áhrif á kjaraviðræðurnar. Það hefur staðið í þrjár vikur en engir formlegir samningafundir hafa verið haldnir í tæpar tvær vikur. Formaður kennara hefur ekki meiri trú á eigin aðgerðum en svo að hann skrapp til Englands til að horfa á fótboltaleik,“ ritar Ólafur enn fremur og vísar þar til ferðar Magnúsar Þórs Jónssonar formanns KÍ á leik með Liverpool.

„Þetta gagnslausa verkfall skellur hins vegar af fullum þunga á 600 leikskólabörn, foreldra þeirra, systkini, afa og ömmur og önnur skyldmenni. Börnin missa af lærdómi, samveru með jafnöldrum, daglegri rútínu, útiveru og nauðsynlegri tilbreytingu. Þeim er mismunað gagnvart 97% allra annarra leikskólabarna. Skyldmenni sitja uppi með vinnutap og púsl við að láta allt ganga upp,“ skrifar Ólafur m.a.

mbl.is