Ingibjörg skiptir um skoðun á ummælum Þórðar

Alþingiskosningar 2024 | 16. nóvember 2024

Ingibjörg: Þórður þarf að hreinsa þetta almennilega upp

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur endurskoðað afstöðu sína til ummæla Þórðar Snæs Júlíussonar og segir hann nú þurfa „að hreinsa þetta almennilega upp til að endurheimta trúverðugleika sinn“.

Ingibjörg: Þórður þarf að hreinsa þetta almennilega upp

Alþingiskosningar 2024 | 16. nóvember 2024

„[Ég] verð að endurskoða afstöðu mína í þessu máli. Því …
„[Ég] verð að endurskoða afstöðu mína í þessu máli. Því meira sem birtist af gömlum færslum Þórðar því erfiðara er að sætta sig við hann fyrir 20 árum. Hann þarf að hreinsa þetta almennilega upp til að endurheimta trúverðugleika sinn,“ skrifar Ingibjörg. Samsett mynd

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur endurskoðað afstöðu sína til ummæla Þórðar Snæs Júlíussonar og segir hann nú þurfa „að hreinsa þetta almennilega upp til að endurheimta trúverðugleika sinn“.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur endurskoðað afstöðu sína til ummæla Þórðar Snæs Júlíussonar og segir hann nú þurfa „að hreinsa þetta almennilega upp til að endurheimta trúverðugleika sinn“.

Gömul skrif Þórðar Snæs á blogginu „Þessar elskur“, sem haldið var uppi á af honum og félögum á árunum 2004-2007, voru dregin fram í þætti Spursmála á mbl.is á þriðjudag. Hann baðst vel­v­irðing­ar á sínum ósmekklegu um­mæl­um um kon­ur sem hann lét falla á blogg­inu.

Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, sagði í færslu á Face­book á miðvikudag að skrif Þórðar end­ur­spegluðu eng­an veg­inn stefnu flokks­ins en að hún teldi rétt að gefa fólki tækifæri að bæta sitt ráð.

Ingibjörg skipti um skoðun

Í ummælum undir Facebook-færslu Kristrúnar hafði Ingibjörg fyrst skrifað:

„[Ummæli Þórðar] endurspegla ungan kjána og sperrilegg sem er að reyna að vera töffari. Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina sem hafa hins vegar flestir komist til vits og áttað sig á eigin heimsku. Mér sýnist Þórður Snær hafa gert það og vona að hann reynist öflugur stuðningsmaður kvenfrelsis á Alþingi.“

En nú hafa fleiri færslur Þýska stálsins verið dregnar fram í sviðsljósið – þar á meðal ein sem fjallaði um að vinur Þórðar hafi reynt að „pikka upp“ 12 ára barn til að koma honum á óvart – og nú virðist Ingibjörg vera annars hugar.

Í gær bætti hún nefnilega við ummæli sín:

„[Ég] verð að endurskoða afstöðu mína í þessu máli. Því meira sem birtist af gömlum færslum Þórðar því erfiðara er að sætta sig við hann fyrir 20 árum. Hann þarf að hreinsa þetta almennilega upp til að endurheimta trúverðugleika sinn,“ bætti hún við færslu sína.

mbl.is