Jólabrauðið Christ Stollen sem amma hans Finns bakaði alltaf

Uppskriftir | 16. nóvember 2024

Jólabrauðið Christ Stollen sem amma hans Finns bakaði alltaf

Finnur Prigge, ungi bakarinn knái og meðlimur í bakaralandsliði Íslands á heiðurinn af uppskriftinni fyrir helgarbaksturinn. Hann býður lesendum upp á dýrðlegt jólabrauð sem ber heitið Christ Stollen og á sér allt aftur til miðalda í Þýskalandi.

Jólabrauðið Christ Stollen sem amma hans Finns bakaði alltaf

Uppskriftir | 16. nóvember 2024

Finnur Prigge bakarí og meðlimur í landsliðið íslenskra bakara nýtur …
Finnur Prigge bakarí og meðlimur í landsliðið íslenskra bakara nýtur þess að baka fyrir jólin. mbl.is/Eyþór Árnason

Finn­ur Prigge, ungi bak­ar­inn knái og meðlim­ur í bak­ara­landsliði Íslands á heiður­inn af upp­skrift­inni fyr­ir helgar­bakst­ur­inn. Hann býður les­end­um upp á dýrðlegt jóla­brauð sem ber heitið Christ Stol­len og á sér allt aft­ur til miðalda í Þýskalandi.

Finn­ur Prigge, ungi bak­ar­inn knái og meðlim­ur í bak­ara­landsliði Íslands á heiður­inn af upp­skrift­inni fyr­ir helgar­bakst­ur­inn. Hann býður les­end­um upp á dýrðlegt jóla­brauð sem ber heitið Christ Stol­len og á sér allt aft­ur til miðalda í Þýskalandi.

„Amma mín, Ríta Prigge Helga­son, var frá Kiel í Þýskalandi og sam­an bökuðum við alltaf Christ Stol­len fyr­ir jól­in. Ég á góðar minn­ing­ar frá þeim tíma og þetta brauð ylj­ar ávallt. Upp­skrift­in lærði amma frá mömmu sinni og mögu­lega á upp­skrift­in enn lengri sögu aft­ur í tím­ann í fjöl­skyld­unni henn­ar,“ seg­ir Finn­ur.

„Ég hef breytt upp­skrift­inni smá­vægi­lega, til að mynda setti amma ekki marsip­an inn í brauðið en við tók­um það upp á síðustu árum.“

Upp­haf­lega bakað sem ein­falt jóla­neyslu­brauð

Vert er líka að minn­ast á það að Christ stol­len brauðið, á ræt­ur sín­ar að rekja til miðalda í Þýskalandi og var upp­haf­lega bakað sem ein­falt jóla­neyslu­brauð með fá­brotnu hrá­efni. Seinna meir var það þróað í ríku­legt jóla­brauð með ávöxt­um, hnet­um og sykruðu ysta lagi, sem átti að tákna Jesúbarnið vafið í klæði.

Sjáið Finn ger­ir brauðið!

Girnilegt jólabrauð sem lokkar augað.
Girni­legt jóla­brauð sem lokk­ar augað. Ljós­mynd/​Finn­ur

 Christ Stol­len

  • 500 g hveiti                                          
  • 200 g syk­ur      
  • 175 g smjör     
  • 250 g skyr, hreint          
  • 125 g kúrín­ur  
  • 125 g rús­ín­ur  
  • 125 g möndl­ur, hakkaðar        
  • 40 g súkkat        
  • 4 tsk. lyfti­duft
  •  2 egg   
  • 100 g marsip­an              
  • 1 tsk. sítr­ónu­drop­ar   
  • 1 tsk. kar­dimommu­drop­ar    
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar    
  • 1 tsk. möndlu­drop­ar
  • 4 drop­ar bitr­ir möndlu­drop­ar                
  • salt á hnífsoddi
  • kar­dimommu­duft á hnífsoddi
  • múskat á hnífsoddi

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 175°C hita.
  2. Setjið hveiti á borð, setjið síðan syk­ur í miðjuna ásamt eggj­um, skyri og drop­um.
  3. Setjið lyfti­duft á hveitirönd­ina ásamt klíp­um af smjöri.
  4. Setjið að lok­um alla ávext­ina í miðjuna.
  5. Blandið þessu sam­an með því að saxa með hnífi í deigið nokkr­um sinn­um þannig að allt hrá­efnið bland­ist sam­an. Hnoðið deigið síðan hratt sam­an og skiptið í tvo hluta. 
  6. Formið í brauð og setjið marsip­an rúllu í miðjuna.
  7. Blandið einu eggi og 50 ml af mjólk sam­an og penslið yfir brauðin og skerið einn skurð þvert yfir miðjuna. 
  8. Bakið síðan brauðin í 15 mín­út­ur við 170 C°  hita og lækkið þá hit­ann í 150-160 C° og bakað í eina klukku­stund í viðbót.
  9. Penslið með smjöri og sigtið flór­syk­ur yfir þris­var sinn­um á 30 mín­útna fresti. 
  10. Geymið brauðin síðan í kæli að lág­marki í eina viku áður en brauðin eru bor­in fram.
mbl.is