Leavitt verður talskona Hvíta hússins

Leavitt verður talskona Hvíta hússins

Karoline Leavitt verður talskona Hvíta hússins þegar Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á ný. Trump tilkynnti um þetta í gær.

Leavitt verður talskona Hvíta hússins

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti | 16. nóvember 2024

Karoline Leavitt er hér fyrir miðju.
Karoline Leavitt er hér fyrir miðju. AFP/Doug Mills/Pool

Karoline Leavitt verður talskona Hvíta hússins þegar Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á ný. Trump tilkynnti um þetta í gær.

Karoline Leavitt verður talskona Hvíta hússins þegar Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á ný. Trump tilkynnti um þetta í gær.

Leavitt er 27 ára. Hún var talskona forsetaframboðs Trumps í kosningabaráttunni. Þá starfaði hún sem aðstoðarblaðafulltrúi Trumps á fyrsta kjörtímabili hans í Hvíta húsinu.

Árið 2022 sóttist Leavitt eftir sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir New Hampshire-ríki, en hafði ekki erindi sem erfiði.

Þá hefur hún einnig starfað sem samskiptastjóri fyrir þingkonuna Elise Stefanik, sem Trump hefur tilnefnt sem sendiherra Sameinuðu þjóðanna.

mbl.is