Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir afstöðu Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, margslungnari en margir gera ráð fyrir.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir afstöðu Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, margslungnari en margir gera ráð fyrir.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir afstöðu Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, margslungnari en margir gera ráð fyrir.
Þetta sagði kanslarinn að loknu símtali hans við Trump, en Trump hefur í gegnum tíðina ýjað að því að draga úr og/eða hætta hernaðaraðstoð við Úkraínu í stríðinu við Rússland.
Í viðtali við þýska fjölmiðilinn Süddeutsche Zeitung sagði Scholz að samtal þeirra hefði komið á óvart. Hann sagði þá hafa farið yfir heimsmálin í smáatriðum og að samtalið hafi í heildina verið gott.
Þá ræddu þeir einnig stöðu Úkraínu og sagði Scholz að hann hefði það á tilfinningunni að Trump hefði margslungnari afstöðu til stríðsins en margir telja hann hafa.
Scholz ræddi einnig við Vladímir Pútín Rússlandsforseta símleiðis. Þjóðarleiðtogarnir höfðu, fram að þessu, ekki talað saman í tvö ár eða síðan í desember 2022.
Scholz hvatti Pútín til að hefja friðarviðræður við Úkraínu og að binda enda á stríðið sem fyrst.