Bjarki Gunnlaugs og Rósa Signý giftu sig í gærkvöldi

Brúðkaup | 17. nóvember 2024

Bjarki Gunnlaugs og Rósa Signý giftu sig í gærkvöldi

Kærustuparið til 20 ára, Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fótboltamaður, og Rósa Signý Gísladóttir doktor í sálfræðilegum vísindum og vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu eru nú hjón en þau giftu sig í gærkvöldi. Hægt er að fullyrða að reynsla sé komin á sambandið eftir þessa 20 ára prufukeyrslu. Ragnar Ísleifur Bragason athafnastjóri hja Siðmenn og leikskáld gaf hjónin saman og fór athöfnin og veislan fram í Marshall-húsinu.

Bjarki Gunnlaugs og Rósa Signý giftu sig í gærkvöldi

Brúðkaup | 17. nóvember 2024

Bjarki Bergmann Gunnlaugsson og Rósa Signý Gísladóttir eru nú hjón.
Bjarki Bergmann Gunnlaugsson og Rósa Signý Gísladóttir eru nú hjón. Samsett mynd

Kærustuparið til 20 ára, Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fótboltamaður, og Rósa Signý Gísladóttir doktor í sálfræðilegum vísindum og vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu eru nú hjón en þau giftu sig í gærkvöldi. Hægt er að fullyrða að reynsla sé komin á sambandið eftir þessa 20 ára prufukeyrslu. Ragnar Ísleifur Bragason athafnastjóri hja Siðmenn og leikskáld gaf hjónin saman og fór athöfnin og veislan fram í Marshall-húsinu.

Kærustuparið til 20 ára, Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fótboltamaður, og Rósa Signý Gísladóttir doktor í sálfræðilegum vísindum og vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu eru nú hjón en þau giftu sig í gærkvöldi. Hægt er að fullyrða að reynsla sé komin á sambandið eftir þessa 20 ára prufukeyrslu. Ragnar Ísleifur Bragason athafnastjóri hja Siðmenn og leikskáld gaf hjónin saman og fór athöfnin og veislan fram í Marshall-húsinu.

Vísir greindi fyrst frá brúðkaupinu. 

Bjarki er þekktur fótboltamaður en hann var atvinnumaður í faginu á sínum yngri árum. Hann lék með ÍA, KR, Nürnberg, Molde og Preston svo einhver lið séu nefnd. 

Rósa Signý vinnur hjá Íslenskri erfðagreiningu en hún komst í fréttir þegar hún og Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins greindu frá því að erfðabreytan sem fannst í rann­sókn Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar á erfðum radda hef­ur áhrif á hjarta og æðakerfi.

Rann­sókn­in leiddi í ljós að erfðabreyta í geninu ABCC9 hef­ur áhrif á tón­hæð radd­ar­inn­ar. At­hygl­is­vert er að erfðabreyt­an sem fannst í rann­sókn Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar hef­ur áhrif á rödd­ina í körl­um og kon­um óháð lík­ams­stærð. Sama erfðabreyta hef­ur áhrif á hjarta og æðakerfi og und­ir­strik­ar sam­band tón­hæðar og lík­am­legr­ar heilsu.

„Tengsl við heilsu var hvatn­ing til að skoða þetta og til eru rann­sókn­ir sem benda til þess að breyt­ing­ar á rödd­inni geti verið birt­inga­mynd sjúk­dóma. Í þess­ari rann­sókn sjá­um við nokkuð skýr tengsl við heilsu­tengd­ar breyt­ur. Hærri tón­hæð teng­ist hærri mörk­um blóðþrýst­ings, minni vöðvamassa og hærri fitu­pró­sentu. Það er áhuga­vert mynstur og við sjá­um í gögn­un­um að erfðabreyt­an sem teng­ist hærri tón­hæð er sú sama og teng­ist hærri blóðþrýst­ingi,“ seg­ir Rósa Signý Gísla­dótt­ir vís­indamaður hjá Íslenskri erfðagrein­ingu og doktor í sál­fræðileg­um mál­vís­ind­um.

„Í þess­ari skrítnu rann­sókn sem fljótt á litið sýn­ist ekki tengj­ast heilsu þá eru í þessu alls kyns sniðugar upp­lýs­ing­ar. Þetta ger­ist þegar þú legg­ur af stað í leiðang­ur eins og Rósa gerði án þess að hafa ein­hvers kon­ar kenn­ingu til að byrja með. Hún legg­ur af stað án þess að vera með sér­stak­ar vænt­ing­ar um hvað hún kunni að finna,“ sagði Kári Stef­áns­son for­stjóri ÍE. 

Smartland óskar Bjarka og Rósu Signýju til hamingju með giftinguna!

mbl.is