Vegagerðin og Verkefnastofa borgarlínu hafa lagt fram ítarlega umhverfismatsskýrslu um fyrstu lotu borgarlínunnar sem jafnframt er stærsta lotan.
Vegagerðin og Verkefnastofa borgarlínu hafa lagt fram ítarlega umhverfismatsskýrslu um fyrstu lotu borgarlínunnar sem jafnframt er stærsta lotan.
Vegagerðin og Verkefnastofa borgarlínu hafa lagt fram ítarlega umhverfismatsskýrslu um fyrstu lotu borgarlínunnar sem jafnframt er stærsta lotan.
Hún er um 15 km löng og liggur milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. Framkvæmdin felur í sér að útbúa rými fyrir borgarlínuvagna á þessari leið, helst sérrými, en einnig rými fyrir aðra virka ferðamáta. Að auki verða útbúnar nýjar stöðvar á völdum stöðum. Samkvæmt frumdrögum er gert ráð fyrir 26 stöðvum, en það kann að breytast.
Fram kemur í skýrslunni að borgarlínan verði lögð í sex lotum. Tilgangur framkvæmdanna í heild sé að útbúa sérrými fyrir almenningssamgöngur, en einnig að byggja upp göngu- og hjólastíga meðfram leiðinni, breyta götusniði, aðlaga gatnamót og byggja nýjar brýr yfir Fossvog og Elliðaárvog, mæta fjölgun íbúa og ferðamanna án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Borgarlínan hafi mikla flutningsgetu og mun meiri en aðrir samgöngumátar á höfuðborgarsvæðinu.
Áætlað er að uppbygging fyrstu lotu borgarlínunnar taki í heild um sjö ár. Er miðað við að framkvæmdir hefjist í byrjun næsta árs og þeim ljúki í lok árs 2031. Í skýrslunni segir þó ljóst að áætlunin eigi eftir að taka breytingum þegar líður á og hún sé því sett fram einungis til að gefa grófa hugmynd.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær, laugardag.