Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heimilað Úkraínumönnum að nota öflugar bandarískar langdrægar eldflaugar, eða ATACMS–vopnakerfið, á rússneskri grundu.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heimilað Úkraínumönnum að nota öflugar bandarískar langdrægar eldflaugar, eða ATACMS–vopnakerfið, á rússneskri grundu.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heimilað Úkraínumönnum að nota öflugar bandarískar langdrægar eldflaugar, eða ATACMS–vopnakerfið, á rússneskri grundu.
Þetta herma heimildir CNN.
Ákvörðunin er tekin eftir að Rússar sendu nærri 50 þúsund hermenn til Kúrsk–héraðs í suðurhluta Rússlands. Úkraínumenn hófu innrás í héraðið í sumar.
Þúsundir norðurkóreskra hermanna hafa verið sendir til héraðsins.
Biden og ráðgjafar hans hafa áhyggjur af því að þátttaka Norður-Kóreu gæti leitt af sér nýjan fasa í stríðinu.
Ákvörðunin um að leyfa notkun ATACMS–kerfisins hefur verið til skoðunar í marga mánuði. Sumir bandarískir embættismenn telja að notkun kerfisins muni leiða til stigmögnunar stríðsins.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur lengi kallað eftir því að fá að nota vopnakerfið á rússneskri grundu til þess að ná skriðþunga í stríðsrekstrinum.
Í mikilli einföldun má lýsa kerfinu á þá leið að um sé að ræða eina fjögurra metra langa stýriflaug sem hýst er inni í kassalaga skothylki. ATACMS–kerfið er margreynt í vopnuðum átökum, þykir afar nákvæmt og er stýrt af bæði GPS og innbyggðri tölvustýringu.