Kjaraviðræður við lækna „á fullri ferð áfram“

Kjaraviðræður | 17. nóvember 2024

Kjaraviðræður við lækna „á fullri ferð áfram“

Kjaradeilu Læknafélags Íslands og ríkisins miðar vel áfram, að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara. Fundað var hjá ríkissáttasemjara alla helgina og segir Ástráður að „mikil jákvæð vinna“ eigi sér stað. 

Kjaraviðræður við lækna „á fullri ferð áfram“

Kjaraviðræður | 17. nóvember 2024

Að öllu óbreyttu hefjast verkföll lækna 25. nóvember.
Að öllu óbreyttu hefjast verkföll lækna 25. nóvember. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kjaradeilu Læknafélags Íslands og ríkisins miðar vel áfram, að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara. Fundað var hjá ríkissáttasemjara alla helgina og segir Ástráður að „mikil jákvæð vinna“ eigi sér stað. 

Kjaradeilu Læknafélags Íslands og ríkisins miðar vel áfram, að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara. Fundað var hjá ríkissáttasemjara alla helgina og segir Ástráður að „mikil jákvæð vinna“ eigi sér stað. 

Læknafélagið hefur boðað til verkfallsaðgerða eftir rúma viku eða 25. nóvember, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Þær aðgerðir munu ná til lækna sem starfa á Landspítalanum, öðrum heilbrigðisstofnunum sem og heilsugæslustöðvum, fyrir utan þær einkareknu. 

Fulla ferð áfram

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknasambands Íslands, sagði í samtali við mbl.is fyrr í vikunni að meiri hraði hafi færst í viðræðurnar eftir að boðað var til verkfallsaðgerða. 

Spurður hvort hann sé bjartsýnn á að það takist að semja áður en að fyrirhuguð verkföll hefjist segir Ástráður að hann geti ekkert fullyrt um það, en stefnt sé að því. 

„Við erum á fullri ferð áfram,“ segir hann að lokum. 

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélag Íslands.
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélag Íslands. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
mbl.is