„Árásir Rússa á Úkraínu í gærkvöldi, þær alvarlegustu í marga mánuði, sýna að Rússar munu ekki stoppa fyrr en þeir eru stöðvaðir.“
„Árásir Rússa á Úkraínu í gærkvöldi, þær alvarlegustu í marga mánuði, sýna að Rússar munu ekki stoppa fyrr en þeir eru stöðvaðir.“
„Árásir Rússa á Úkraínu í gærkvöldi, þær alvarlegustu í marga mánuði, sýna að Rússar munu ekki stoppa fyrr en þeir eru stöðvaðir.“
Þetta skrifar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í tísti á samfélagsmiðlinum X.
Úkraínumenn þurftu að þola eina stærstu loftárás Rússa til þessa í nótt en Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að 120 flugskeytum og 90 drónum hafi verið beitt. Úkraínuher hafi aftur á móti náð að skjóta flest skeytin niður.
„Við getum ekki leyft Rússlandi að komast upp með landvinningastríð sitt. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja Úkraínu, siguráætlun þess og leit þeirra að réttlæti og varanlegum friði, sem á við alþjóðalög að styðjast.“