Tvær skotrásir áttu sér stað í Huddinge, suðvestur af sænsku höfuðborginni Stokkhólmi, í Svíþjóð í dag.
Tvær skotrásir áttu sér stað í Huddinge, suðvestur af sænsku höfuðborginni Stokkhólmi, í Svíþjóð í dag.
Tvær skotrásir áttu sér stað í Huddinge, suðvestur af sænsku höfuðborginni Stokkhólmi, í Svíþjóð í dag.
Sænska ríkisútvarpið, SVT, greinir frá. Sú fyrri átti sér stað í verslunarmiðstöð í Kungens kurva. Þar var maður skotinn nokkrum skotum og var hann fluttur á sjúkrahús með sjúkraþyrlu. Hann er starfsmaður veitingastaðar í verslunarmiðstöðinni.
Skömmu síðar barst lögreglu boð um skotárás í nærliggjandi iðnaðarhverfi.
Samkvæmt upplýsingum Aftonbladet er ungur maður í haldi lögreglu en hann er grunaður um verknaðinn í báðum tilvikum. Að sögn Expressen er hann aðeins 14 ára gamall.