Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar á morgun þess efnis að ráðist verði í 2.000 íbúða bráðaaðgerð á húsnæðismarkaði.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar á morgun þess efnis að ráðist verði í 2.000 íbúða bráðaaðgerð á húsnæðismarkaði.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar á morgun þess efnis að ráðist verði í 2.000 íbúða bráðaaðgerð á húsnæðismarkaði.
Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við 2.000 íbúðir árið 2025 og er sjónum beint að þegar deiliskipulögðum svæðum, þróunarsvæðum og framtíðarsvæðum í Úlfarsárdal, Kjalarnesi og í Staðahverfi í Grafarvogi sem gera ráð fyrir íbúðabyggð í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040.
„Meirihlutinn í borginni hefur sofið á verðinum síðustu ár við að úthluta nægilega miklu landi og skipuleggja nægilega mörg svæði þannig að hér sé hægt að byggja eftir þörfum,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.