Ekta gamaldags sveitabrauð

Uppskriftir | 18. nóvember 2024

Ekta gamaldags sveitabrauð

Gott brauð er gulls ígildi. Hver man ekki eftir gamla góða sveitabrauðinu sem naut mikilla vinsælda hér á árum áður? Ingunn Mjöll sem heldur úti heimasíðunni Íslandsmjöll deildi á dögunum með lesendum sínum þessari einföld og góð uppskrift af sveitabrauði. Það þarf ekki mikið af hráefnum í þetta brauð og svo er einstaklega einfalt að baka það. Þetta getur ekki klikkað.

Ekta gamaldags sveitabrauð

Uppskriftir | 18. nóvember 2024

Ekta gamaldags sveitabrauð sem minnir á gömlu, góðu tímana.
Ekta gamaldags sveitabrauð sem minnir á gömlu, góðu tímana. Ljósmynd/Ingunn Mjöll

Gott brauð er gulls ígildi. Hver man ekki eft­ir gamla góða sveita­brauðinu sem naut mik­illa vin­sælda hér á árum áður? Ing­unn Mjöll sem held­ur úti heimasíðunni Íslands­mjöll deildi á dög­un­um með les­end­um sín­um þess­ari ein­föld og góð upp­skrift af sveita­brauði. Það þarf ekki mikið af hrá­efn­um í þetta brauð og svo er ein­stak­lega ein­falt að baka það. Þetta get­ur ekki klikkað.

Gott brauð er gulls ígildi. Hver man ekki eft­ir gamla góða sveita­brauðinu sem naut mik­illa vin­sælda hér á árum áður? Ing­unn Mjöll sem held­ur úti heimasíðunni Íslands­mjöll deildi á dög­un­um með les­end­um sín­um þess­ari ein­föld og góð upp­skrift af sveita­brauði. Það þarf ekki mikið af hrá­efn­um í þetta brauð og svo er ein­stak­lega ein­falt að baka það. Þetta get­ur ekki klikkað.

Sveita­brauð

  • 4 boll­ar hveiti
  • 4 tsk. lyfti­duft
  • 1 msk. syk­ur
  • Salt eft­ir smekk, mætti al­veg vera um 1-2 tsk. af salt­inu til að finna bragð
  • Mjólk eða ann­ar vökvi, til dæm­is súr­mjólk eft­ir þörf­um

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 175°C hita.
  2. Setjið allt hrá­efnið nema vökv­ann sam­an í skál og hrærið vel.
  3. Bætið síðan vökv­an­um sam­an við eft­ir þörf­um.
  4. Þið finnið fljót hvað þið viljið hafa mik­inn vökva.
  5. Þetta á að líta út eins og þykk­ur hafra­graut­ur. það má leika sér með þessa upp­skrift með því að minnka hveitið og setja eitt­hvað annað.
  6. Setjið deigið síðan í klass­ísk brauðform.
  7. Setjið inn í ofn og bakið við 175° í um það bil 50 mín­út­ur á und­ir og yfir hita.
  8. Ef ykk­ur finnst deigið vera blaut bætið þá við u.þ.b. 10-15 mín­út­um.
  9. Gott er stinga í brauðið köku­prjóni til að sjá hvort brauðið sé til­búið og ef ekk­ert kem­ur upp með prjón­in­um þá er það til­búið.
  10. Berið brauðið fram ylvolgt með smjöri og osti.
mbl.is