Póstþjónusta Bandaríkjanna (e. The United States Postal Service) ætlar að gefa út frímerki með andliti Betty White og heiðra þannig minningu leikkonunnar og glæsts ferils hennar. White lést á gamlársdag 2021, 99 ára að aldri.
Póstþjónusta Bandaríkjanna (e. The United States Postal Service) ætlar að gefa út frímerki með andliti Betty White og heiðra þannig minningu leikkonunnar og glæsts ferils hennar. White lést á gamlársdag 2021, 99 ára að aldri.
Póstþjónusta Bandaríkjanna (e. The United States Postal Service) ætlar að gefa út frímerki með andliti Betty White og heiðra þannig minningu leikkonunnar og glæsts ferils hennar. White lést á gamlársdag 2021, 99 ára að aldri.
Leikferill White spannaði hátt í sjö áratugi. Hún gerði garðinn frægan í þáttaröðinni Life with Elizabeth á árunum 1952 til 1955 en er án efa þekktust fyrir hlutverk sitt sem Rose Nylund í gamanþáttaröðinni The Golden Girls.
„Betty White er táknmynd bandarísks sjónvarpsefnis. Hún deildi vitsmunum sínum og hlýju með áhorfendum í ríflega sjö áratugi,” segir meðal annars í tilkynningu frá póstþjónustunni.
Dale Stephanos, hönnuður frímerkisins, deildi gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni á föstudag og frumsýndi myndina af White.