Setja til hliðar í bili kröfu um viðmiðunarhópa

Kjaraviðræður | 18. nóvember 2024

Setja til hliðar í bili kröfu um viðmiðunarhópa

Ákveðið hefur verið á að prófa nýja aðferðafræði í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga og kennarar hafa fallist á að setja til hliðar í bili kröfur sínar um að finna viðmiðunarhópa á almennum markaði til að jafna laun þeirra við.

Setja til hliðar í bili kröfu um viðmiðunarhópa

Kjaraviðræður | 18. nóvember 2024

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að fallist hafi verið á að …
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að fallist hafi verið á að prófa nýja aðferðafræði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákveðið hefur verið á að prófa nýja aðferðafræði í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga og kennarar hafa fallist á að setja til hliðar í bili kröfur sínar um að finna viðmiðunarhópa á almennum markaði til að jafna laun þeirra við.

Ákveðið hefur verið á að prófa nýja aðferðafræði í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga og kennarar hafa fallist á að setja til hliðar í bili kröfur sínar um að finna viðmiðunarhópa á almennum markaði til að jafna laun þeirra við.

Er það ein helsta ástæðan fyrir því að hægt var að boða til formlegs samningafundar í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun, sautján dögum eftir síðasta samningafund.

Þetta segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is.

„Erfiðasti hluti deilunnar hefur fjallað um kröfu kennara um jöfnun launa á milli markaða og þar hafa menn verið í mjög mörg ár í miklum deilum um við hvað eigi að miða og hvernig eigi að nálgast það,“ segir Ástráður. 

Fullreynt að finna viðmiðunarhópa

Formaður Kennarasambands Íslands hefur sagt að kröfur kennara snúist fyrst og fremst um að samkomulag frá árinu 2016 verði efnt. Að grunnlaunasetning sérfræðinga í fræðslugeiranum og annarra sérfræðinga á opinberum markaði verði jafnsett launum á almennum markaði. Í því felist meðal annars að finna þurfi viðmiðunarhópa.

„Það er deila sem ég get ekki séð að muni nokkurn tíma vera hægt að leiða til lykta á þeim forsendum sem hafa verið hafðar uppi. Þess vegna erum við að reyna að búa til nýja aðferð til að nálgast þetta umfjöllunarefni. Það er svona kjarninn í því sem ég er að gera mér vonir um að geti hugsanlega komið okkur á stað í alvöru samningaviðræður,“ segir Ástráður.

Það sé að minnsta kosti tilraun sem bæði samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélega séu tilbúnar að gera.

„Það er bara þannig að hitt er fullreynt, þetta með að finna viðmiðunarhópa,“ ítrekar hann.

Stór fleinn sem tafið hefur vinnuna

Þannig kennarar hafa þá gefið eftir og ákveðið að víkja frá því?

„Það hefur í sjálfu sér enginn gefið eftir ennþá, en það hefur allavega verið fallist á að prófa aðra aðferðafræði til þess að sjá hvort við getum nálgast sameiginlegar leikreglur um hvernig eigi að skoða þetta og það er tilraun sem byrjar á morgun.“

Formenn samninganefndanna funduðu með ríkissáttasemjara í síðustu viku og um helgina og leiddu þau samtöl til þeirrar niðurstöðu að talinn var grundvöllur fyrir því að boða til formlegs samningafundar. Viðræðurnar eru engu að síður á algjöru frumstigi.

„Auðvitað hafa ýmsir hlutir aðrir, sem munu þurfa að verða hluti af heildarlausninni, það hefur verið tæpt á þeim. Þeir hafa verið nefndir og ræddir á fyrri stigum. En þessi stóri fleinn sem stendur á milli aðilana, að því er varðar jöfnun launa á milli markaða, hefur tafið okkur frá því að komast í alvöru vinnu og það er það sem við erum að reyna að finna leiðir til að nálgast.“

mbl.is