„Það munu verða erfið samtöl í vikunni“

Kjaraviðræður | 18. nóvember 2024

„Það munu verða erfið samtöl í vikunni“

Töluvert erfiðari mál voru til umræðu á samningafundi lækna og ríkisins í dag en um helgina og er því hljóðið aðeins þyngra í formanni Læknafélags Íslands. Góður gangur hefur verið í viðræðunum síðustu daga, og er enn, þrátt fyrir að samtölin séu erfiðari.

„Það munu verða erfið samtöl í vikunni“

Kjaraviðræður | 18. nóvember 2024

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands.
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

Töluvert erfiðari mál voru til umræðu á samningafundi lækna og ríkisins í dag en um helgina og er því hljóðið aðeins þyngra í formanni Læknafélags Íslands. Góður gangur hefur verið í viðræðunum síðustu daga, og er enn, þrátt fyrir að samtölin séu erfiðari.

Töluvert erfiðari mál voru til umræðu á samningafundi lækna og ríkisins í dag en um helgina og er því hljóðið aðeins þyngra í formanni Læknafélags Íslands. Góður gangur hefur verið í viðræðunum síðustu daga, og er enn, þrátt fyrir að samtölin séu erfiðari.

„Við erum að ræða ákveðin atriði sem við erum meira ósammála um heldur en við vorum að ræða um helgina. Þetta gengur allt upp og niður. Það er mismikið á milli aðila eftir því um hvað er verið að tala,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, í samtali við mbl.is.

„Ég myndi alls ekki segja að það breyti heildarsýninni á verkefnið,“ bætir hún við.

„Við ætlum að halda í vonina og ég ætla ekki að segja að eitthvað stórkostlegt hafi breyst í dag, en vikan mun örugglega skera úr um það hvernig þetta endar allt saman. Við þurfum örugglega þann tíma til að geta svarað því.“

Mun skýrast undir lok vikunnar

Læknar hafa boðað verkfallsaðgerðir sem hefjast mánudaginn 25. nóvember, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Aðspurð hvort hún telji að samningar náist í þessari viku, segir hún erfitt að segja til um það.

Engin mál hafi verið afgreidd endanlega þó viðræður hafi gengið vel síðustu daga.

„Samtalið heldur áfram af fullum krafti. Við erum alls ekkert svartsýnni en við vorum um helgina, en það munu verða erfið samtöl í vikunni. Þannig þetta mun skýrast undir lok hennar eða um helgina.“

mbl.is