„Þar er víða pottur brotinn“

Alþingiskosningar 2024 | 18. nóvember 2024

„Þar er víða pottur brotinn“

Ólaf­ur Ad­olfs­son, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sér ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að veita heil­brigðis­starfs­mönn­um á lands­byggðinni skatta­afslátt til þess að leysa mönn­un­ar­vanda.

„Þar er víða pottur brotinn“

Alþingiskosningar 2024 | 18. nóvember 2024

Ólaf­ur Ad­olfs­son, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sér ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að veita heil­brigðis­starfs­mönn­um á lands­byggðinni skatta­afslátt til þess að leysa mönn­un­ar­vanda.

Ólaf­ur Ad­olfs­son, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sér ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að veita heil­brigðis­starfs­mönn­um á lands­byggðinni skatta­afslátt til þess að leysa mönn­un­ar­vanda.

„Við eig­um að laða heil­brigðis­starfs­fólk að okk­ur með því að bjóða ein­hverja gul­rót. Ég held að það séu al­veg tæki­færi í því,“ seg­ir hann og bend­ir á að Norðmenn veiti fólki í dreif­býli skattafslátt.

Ólaf­ur ferðast nú um kjör­dæmið sem nýr odd­viti og seg­ir sam­göngu­mál brenna á kjós­end­um í kjör­dæm­inu.

„Þar er víða pott­ur brot­inn,“ seg­ir hann um sam­göngu­innviði í kjör­dæm­inu.

Má ekki hamla verðmætasköpun

Á Vest­fjörðum er staða sam­göngu­innviða slæm og Ólaf­ur seg­ir það ekki mega ger­ast að bág­bor­in staða sam­göngu­mála hamli verðmæta­sköp­un á svæðinu.

„Að fyr­ir­tæki lendi ekki í því að koma ekki afurðum frá sér eða birgðir séu sótt­ar og það get­ur auðvitað munað ansi miklu. Þetta eru tug­millj­arða verðmæti.“

mbl.is