Vekja umtal um strandveiðarnar

Strandveiðar | 18. nóvember 2024

Vekja umtal um strandveiðarnar

Landssamband smábátaeigenda (LS) og Strandveiðifélag Íslands hafa í samstarfi staðið að útgáfu kynningarmyndbanda um strandveiðar.

Vekja umtal um strandveiðarnar

Strandveiðar | 18. nóvember 2024

Strandveiðifélag Íslands og LS hafa gefið út kynningarefni um strandveiði.
Strandveiðifélag Íslands og LS hafa gefið út kynningarefni um strandveiði. mbl.is/Þorgeir

Landssamband smábátaeigenda (LS) og Strandveiðifélag Íslands hafa í samstarfi staðið að útgáfu kynningarmyndbanda um strandveiðar.

Landssamband smábátaeigenda (LS) og Strandveiðifélag Íslands hafa í samstarfi staðið að útgáfu kynningarmyndbanda um strandveiðar.

Fram kemur í tilkynningu á vef LS að Rut Sigurðardóttir kvikmyndagerðamaður og trillukarl hafi verið fengin í verkið. Upptökur stóðu yfir síðastliðið sumar og var hluti efnisins frumsýndur á aðalfundi LS sem haldinn var 17. október.

Fjöldi strandveiðisjómanna koma fram í myndböndunum og er meðal annars rætt við Rabba Lauga sem gerir út Katrínu II SH-475 frá Ólafsfirð, Dóru Unnars á Andra SH-255 á Rifi og Helga Hlyn sem gerir út Hafbjörgu NS-16 frá Borgarfirði eystri. Einnig er rætt við aðra sem stutt hafa strandveiðar.

Fjöldi myndbanda eru nú aðgengileg á vef LS.

mbl.is