Vill fara „norsku leiðina“

Alþingiskosningar 2024 | 18. nóvember 2024

Vill fara „norsku leiðina“

„Norðvesturkjördæmi er gríðarlega mikið landbúnaðarsamfélag þannig að það er eitt af því sem menn hafa miklar áhyggjur af núna, staða landbúnaðarins,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, um eitt þeirra mála sem brenna á kjósendum.

Vill fara „norsku leiðina“

Alþingiskosningar 2024 | 18. nóvember 2024

„Norðvesturkjördæmi er gríðarlega mikið landbúnaðarsamfélag þannig að það er eitt af því sem menn hafa miklar áhyggjur af núna, staða landbúnaðarins,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, um eitt þeirra mála sem brenna á kjósendum.

„Norðvesturkjördæmi er gríðarlega mikið landbúnaðarsamfélag þannig að það er eitt af því sem menn hafa miklar áhyggjur af núna, staða landbúnaðarins,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, um eitt þeirra mála sem brenna á kjósendum.

Hann brennur fyrir því að vera með öfluga byggðastefnu og berjast fyrir hagsmunum landsbyggðarinnar. Hann vill minnka álögur á fólk á landsbyggðinni og nefnir að Framsókn vilji fara hina svokölluðu „norsku leið“.

„Sem eru þessir skattalegu hvatar fyrir fyrirtæki og fólk. Í Noregi er þetta ákveðinn radíus út frá Osló og eftir því sem lengra dregur minnkar skattbyrðin á fólk og fyrirtæki,“ segir Stefán.

Mál eins og samgöngumál, atvinnumál og heilbrigðismál eru einnig ofarlega í huga fólks.

mbl.is