Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd

Poppkúltúr | 19. nóvember 2024

Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd

Aldís Amah Hamilton fer með hlutverk í nýrri jólamynd sem frumsýnd verður þann 1. desember á Hallmark-sjónvarpsstöðinni.

Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd

Poppkúltúr | 19. nóvember 2024

Aldís Amah í hlutverki sínu í The Christmas Quest.
Aldís Amah í hlutverki sínu í The Christmas Quest. Skjáskot/IMDb

Aldís Amah Hamilton fer með hlutverk í nýrri jólamynd sem frumsýnd verður þann 1. desember á Hallmark-sjónvarpsstöðinni.

Aldís Amah Hamilton fer með hlutverk í nýrri jólamynd sem frumsýnd verður þann 1. desember á Hallmark-sjónvarpsstöðinni.

Kvikmyndin heitir The Christmas Quest og er Aldís Amah þar í góðum félagsskap þekktra leikara. Má þar nefna Lacey Chabert, sem fer með aðalhlutverkið, og Kristoffer Polaha. Fjöldi þekktra íslenskra leikara fer einnig með aukahlutverk í kvikmyndinni. 

Aldís Amah hefur gert það gott í leiklistinni undanfarin ár og sló meðal annars í gegn í spennuþáttaröðinni Svörtu söndum. 

Chabert er áhorfendum að góðu kunn úr þáttunum Party of Five og kvikmyndinni Mean Girls. 

The Christmas Quest var öll tekin upp á Íslandi fyrr á þessu ári. Tekið var upp við Háafoss, á Skólavörðustíg og í Perlunni. 

Kvikmyndin fjallar um fornleifafræðing sem kemur til Íslands yfir jólahátíðina ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum í leit að földum fjársjóði.

Bergur Þór Ingólfsson fer einnig með hlutverk í kvikmyndinni.
Bergur Þór Ingólfsson fer einnig með hlutverk í kvikmyndinni. Skjáskot/IMDb



mbl.is