Gunnar Bragi Sveinsson ljóstrar hér upp skemmtilegum staðreyndum um matarvenjur sínar. Hann er íhaldssamur þegar kemur að mat og leggur mikinn metnað í að velja íslenskt hráefni þó blundar í honum ástríða marokkóskum mat og Þráinn á Sumac og ÓX er hans uppáhalds kokkur.
Gunnar Bragi Sveinsson ljóstrar hér upp skemmtilegum staðreyndum um matarvenjur sínar. Hann er íhaldssamur þegar kemur að mat og leggur mikinn metnað í að velja íslenskt hráefni þó blundar í honum ástríða marokkóskum mat og Þráinn á Sumac og ÓX er hans uppáhalds kokkur.
Gunnar Bragi Sveinsson ljóstrar hér upp skemmtilegum staðreyndum um matarvenjur sínar. Hann er íhaldssamur þegar kemur að mat og leggur mikinn metnað í að velja íslenskt hráefni þó blundar í honum ástríða marokkóskum mat og Þráinn á Sumac og ÓX er hans uppáhalds kokkur.
Gaman er að geta þess að Gunnar Bragi er mikill mjólkurkálfur eins og hann segir sjálfur frá og sólginn í súkkulaði.
„Ég er Skagfirðingur og ólst upp við matinn sem fékkst á bryggjunni eða í Kaupfélaginu. Skagafjörður er mikið matvælahérað þar sem fiskur, kjöt og skyr var var oftast á borðum þegar ég var ungur ásamt mjólkurglasi. Grænmeti var ekki mikið að þvælast fyrir okkur bræðrunum og fjögur krydd dugðu, salt og pipar, Köd og grill kryddery og svo auðvitað Aromatið, segir Gunnar Bragi hnyttinn þegar hann er spurður út í matarvenjur sínar.
„Nú er búið að flækja þetta allt töluvert meira sem er vitanlega til bóta. Ég get verið vanafastur og lenti eitt sinn í því í lúgunni á BSÍ að vera boðinn starfsmannaafsláttur. Ég tók því þannig að ég ætti að færa mig annað og lúgan lokaði í framhaldinu. Hvort það tengist veit ég ekki,“ segir hann og glottir.
„Ég held að ég sé frekar íhaldssamur á mat þótt ég hafi lagast mikið síðustu ár. Yfirleitt finnst mér þessi klassíski íslenski matur bestur og þegar ég er einn heima þá sleppi ég mér lausum í bjúgum, steiktum fiski, hangikjöti, mjólkurgraut svo fátt sé nefnt,“ segir Gunnar Bragi og bætir við að hann hvetji fólk til velja íslensk matvæli alla daga.
„Marokkóskur matur er í uppáhaldi þegar að framandi mat kemur þar sem kryddin leika lykilhlutverk ásamt íslensku grænmeti og lambakjöti. Mér finnst gaman að elda og prófa eitthvað nýtt þótt ég viðurkenni að standa eiginkonunni langt að baki þegar að eldamennsku kemur. Ég vil þó meina að ég sé betri bakari en kokkur. Ég tek að mér að baka um tuttugu sortir af smákökum fyrir jólin, svo mikið að heimilisfólkið kvartar að það dreymi hrærivélar og hrærivélahljóð á næturnar,“ segir Gunnar Bragi sposkur á svip.
Hvað færðu þér í morgunmat?
„Yfirleitt bara kaffi en ég hef verið að reyna að venja mig á hollari matarvenjur í seinni tíð og fæ mér yfirleitt hafragraut með banana. Hef yfirleitt ekki mikla matarlyst fyrr en um hádegið. Mín skýring á þessu er að ég held mér liggi yfirleitt svo mikið á að komast út í daginn og mér líður best þegar það er mikið að gera og at.“
Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?
„Millimál eru mikið er vandamál. Ég er algjör köku- og nammigrís og því miður þá ratar það oftast ofan í mig ef það er á boðstólum eða til í skápunum heima. Sunna konan mín reynir að fela þetta fyrir mér en ég er mjög naskur að þefa uppi súkkulaðið, henni til mikillar armæðu. Ég hef þó verið að reyna að bæta mig hér eins og annars staðar og fá mér Hleðslu eða flatbrauð í staðinn. Það er svo hægt að stilla klukku eftir mér því ég ólst upp við kvöldkaffi og fæ mér alla jafna kvöldkaffi um klukkan 21 á kvöldin.“
Finnst þér ómissandi að borða hádegisverð?
„Nei, ég gleymi honum oft. Skil svo ekkert í því þegar orkuna vantar en bjarga því yfirleitt með súkkulaðistykki eða pylsu.“
Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?
„Íslenskt smjör, mjólk, nokkrar tegundir af ostum úr Búðardal og Skagafirði. Feykir er í uppáhaldi, Hleðslu próteindrykk eða skyr og svo ávaxtasafa.“
Uppáhaldsgrillmaturinn þinn?
„Ég á góðan skara af litlum barnabörnum og þessa dagana ratar oftast hamborgari á grillið þegar þau koma við svo allir fari saddir og sælir heim. Allt kjöt og flatbrauðið eldað upp úr uppskrift frá veitingastaðnum Sumac er hins vegar í uppáhaldi af grillinu. Þráinn kokkur og eigandi á Sumac gaf út frábæra matreiðslubók sem geymir súrdeigsflatbrauð af matseðlinum þeirra. Mæli mikið með bókinni sem ég fékk að gjöf frá strákunum mínum. Hún er mikið uppáhald á heimilinu þegar á að elda eitthvað gott handa gestum.“
Hvað viltu á pítsuna þína?
„Ég er alæta á allt sem fer ofan á pítsu nema ég vil alls ekki fisk þar. Sumir eru á móti ananas en ég skil ekki þetta með fiskinn. Fyrsta val hjá mér er pepperóní, ólífur, ostar t.d. piparostur, döðlur, sveppir og paprika.“
Færð þú þér pylsu með öllu?
„Nei, fer í Borgarpylsur í Skeifunni og fæ mér eina með öllu nema hráum. Mig grunar að ég sé þar heldur oft. Konan mín hló mikið um daginn þegar mér var heilsað mjög vinalega þegar við komum þar við meðan við vorum að útrétta, þær sögðu henni að ég væri að koma annan eða þriðja daginn í röð.“
Þegar þú ætlar að gera vel við þig í mat og drykk og velur veitingastað til að fara á hvert ferðu?
„Sumac veitingastaðurinn eins og áður var nefnt er sannarlega í uppáhaldi, ítalski veitingastaðurinn Grazie á Hverfisgötu er líka góður og Just Wingin-it á Snorrabraut. Vængir þar og Liverpool leikur klikka ekki. Þegar ég er á Króknum er Sauðá í uppáhaldi.“
Er einhver veitingastaður úti í heimi sem er á listanum yfir þá staði sem þú verður að heimsækja, sem er á„ bucketlistanum“?
„Ég hef alltaf verið á leiðinni á Peter Luger Steak House í New York. Vonandi næ ég einhvern tíma að fara.“
Uppáhaldskokkurinn þinn?
„Þráinn Freyr Vigfússon á Sumac og Óx.“
Uppáhaldsdrykkurinn þinn?
„Mjólk. Gæti ekki án hennar verið, ég er mikill mjólkurkálfur.“
Ertu góður kokkur?
„Ekki segi ég það en þetta bjargast yfirleitt. Ég treysti líka mikið á uppskriftir frá Evu Laufey, hef átt í mjög góðu samstarfi við uppskriftirnar hennar, en Evu Laufey þekki ég ekkert.“