Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gæti staðið með pálmann í höndunum að loknum kosningum ef þær fara eins og kannanir benda nú til. Vill hún vinstri- eða hægristjórn?
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gæti staðið með pálmann í höndunum að loknum kosningum ef þær fara eins og kannanir benda nú til. Vill hún vinstri- eða hægristjórn?
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gæti staðið með pálmann í höndunum að loknum kosningum ef þær fara eins og kannanir benda nú til. Vill hún vinstri- eða hægristjórn?
Svarið við þeirri stóru spurningu kann að fást í Spursmálum í dag en þátturinn fer í loftið á mbl.is kl. 14:00.
Samkvæmt nýjustu könnun Prósents sem unnin var fyrir Morgunblaðið mælist Viðreisn með 21,5% fylgi og nálgast Samfylkinguna óðfluga. Síðarnefndi flokkurinn hefur verið í sinni eigin deild síðustu misseri og skilið sig með afgerandi hætti frá öðrum flokkum. Nú mælist fylgi Samfylkingar 22,4%.
Á vettvang Spursmála mæta einnig stjórnmálafræðiprófessorinn Eiríkur Bergmann Einarsson og Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson, doktorsnemi í tölfræði við Háskóla Íslands. Hann heldur úti vefsíðunni www.metill.is þarm sem gefin er út kosningaspá, byggð á nýjustu könnunum á fylgi flokkanna.