Stein Ove Tveiten fráfarandi forstjóri Arctic Fish segir Ísland hafa burði til að þróa sjókvíaeldi á sjálfbæran hátt, en kveðst óttast að hugmyndir um að sniða greininni þrengri stakk á sama tíma og hún á Íslandi sætir þyngri skattbyrði en eldi í öðrum ríkjum mun hamla vaxtatækifærum.
Stein Ove Tveiten fráfarandi forstjóri Arctic Fish segir Ísland hafa burði til að þróa sjókvíaeldi á sjálfbæran hátt, en kveðst óttast að hugmyndir um að sniða greininni þrengri stakk á sama tíma og hún á Íslandi sætir þyngri skattbyrði en eldi í öðrum ríkjum mun hamla vaxtatækifærum.
Stein Ove Tveiten fráfarandi forstjóri Arctic Fish segir Ísland hafa burði til að þróa sjókvíaeldi á sjálfbæran hátt, en kveðst óttast að hugmyndir um að sniða greininni þrengri stakk á sama tíma og hún á Íslandi sætir þyngri skattbyrði en eldi í öðrum ríkjum mun hamla vaxtatækifærum.
„Ég vona að sjálfsögðu að þessar áhyggjur reynist ástæðulausar og að stjórnmálamennirnir sýni skynsemi og fyrirhyggjusemi til langs tíma. Heimurinn þarf meiri mat og Ísland er í einstakri stöðu til að leggja sitt af mörkum á þessu sviði,“ segir hann í samtali við 200 mílur.
„Ísland hefur einstakt tækifæri til að þróa þessa atvinnugrein áfram á sjálfbæran hátt. Jafnframt hef ég áhyggjur af því að núverandi og fyrirhuguð rammaskilyrði, með einu hæsta skattþrepi heimsins á eldi, kunni að takmarka þessa þróun. Slíkar aðstæður eiga á hættu að draga úr fjárfestingarvilja, veikja vöxt og hafa neikvæð áhrif á samkeppnishæfni. “ útskýrir hann.
Tilkynnt var um það nýverið að Stein Ove myndi láta af störfum sem forstjóri félagsins og hefur þegar verið hafin leit að nýjum forstjóra.
„Að leiða Arctic Fish hefur verið ótrúlega spennandi og gefandi vegferð, en stundum líka mjög krefjandi. Mér finnst við hafa áorkað miklu í gegnum árin, með skýra megináherslu á að byggja upp heildarverðmætakeðju - frá eggjum og klak til sölu,“ svarar Stein Ove spurður hvernig hafi verið að leiða Arctic Fish.
Hann segir ekkert ákveðið hvaða ævintýri taki við.
„Fyrir mitt leyti er nú ætlunin að slíta samningnum við Arctic Fish með góðum og skipulögðum hætti. Frá og með deginum í dag hef ég engin áþreifanleg plön fram í tímann, önnur en að eyða meiri tíma með fjölskyldunni minni og tveimur sonum mínum, sjö og níu ára.“
Arctic Fish er með leyfi til eldis á ellefu svæðum í sex fjörðum á Vestfjörðum; ÍSafjarðardjúpi, Önundarfirði, Dýrafirði, Arnarfirði, Tálknafirði og Patreksfirði. Samanlagður hámarkslífmassi svæðanna er 29.800 tonn.
Í fyrra var slátrað 11.878 tonnum af laxi upp úr kvíum félagsins og er það mesta framleiðsla frá upphafi. Nam veltan 88,9 milljónum evra eða jafnvirði tæpra 13 milljarða íslenskra króna.
Mowi, stærsta laxeldisfélag á heimsvísu, fer með 51,28% hlut í Arctc Fish en Síldarvinnslan er næst stærsti hluthafinn og fer með 34,19%.