Osta- og hunangsveisla fyrir ostaunnendur

Uppskriftir | 19. nóvember 2024

Osta- og hunangsveisla fyrir ostaunnendur

Heitir ostar með sælkerakræsingum er nokkuð sem ostaunnendur hafa mikið dálæti á. Þessi góða blanda af osti og hunangi er ómótstæðilega góð og tilvalið er að skella í einn svona rétt á köldum degi.

Osta- og hunangsveisla fyrir ostaunnendur

Uppskriftir | 19. nóvember 2024

Ljúffengur bakaður ostur með hunangi, hnetum og rósmarín.
Ljúffengur bakaður ostur með hunangi, hnetum og rósmarín. Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Heitir ostar með sælkerakræsingum er nokkuð sem ostaunnendur hafa mikið dálæti á. Þessi góða blanda af osti og hunangi er ómótstæðilega góð og tilvalið er að skella í einn svona rétt á köldum degi.

Heitir ostar með sælkerakræsingum er nokkuð sem ostaunnendur hafa mikið dálæti á. Þessi góða blanda af osti og hunangi er ómótstæðilega góð og tilvalið er að skella í einn svona rétt á köldum degi.

Helena Gunnarsdóttir hjá Eldhúsperlum á heiðurinn af þessari uppskrift en hún nýtir litla bróður hans Stóra Dímon í þennan rétt.  Hann nefnist Litli Dímon og er upplagður til að baka með hunangi. Það má líka nota Stóra Dímon ef vill. Uppskriftina gerði hún fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

Ostaveisla ostaunnandans

Fyrir 2-3

  • 1 stk. Stóri Dímon eða Litli Dímon
  • 3 msk. saxaðar valhnetur
  • 2 msk. saxaðar döðlur
  • 3 msk. hunang
  • 2 tsk. ólífuolía
  • 1 tsk. saxað ferskt rósmarín
  • Sjávarsalt eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 170°C með blæstri.
  2. Takið ostinn úr umbúðum og setjið í eldfast mót.
  3. Setjið hnetur, döðlur, hunang, olíu, rósmarín og smá sjávarsalt saman í skál og blandið vel saman.
  4. Skerið nokkrar grunnar rifur í ostinn og toppið hann með hnetublöndunni.
  5. Setjið inn í ofn og bakið. Það tekur 15 mínútur fyrir Litla Dímon eða 20 mínútur fyrir Stóra Dímon eða þar til hneturnar eru gullinbrúnar og osturinn orðinn vel mjúkur.
  6. Berið ostinn fram heitan með góðu kexi eða súrdeigsbrauði að eigin vali.
mbl.is