Ræða sjókvíaeldið fyrir opnum dyrum

Fiskeldi | 19. nóvember 2024

Ræða sjókvíaeldið fyrir opnum dyrum

Frambjóðendur átta framboða hafa staðfest þátttöku í pallborðsumræðum um sjókvíaeldi að lokinni sýningu myndarinnar „Árnar þagna“ eftir Óskar Pál Sveinsson í Háskólabíói í kvöld.

Ræða sjókvíaeldið fyrir opnum dyrum

Fiskeldi | 19. nóvember 2024

Mynd um sjókvíaeldi verður sýnd í Háskólabíói í kvöld og …
Mynd um sjókvíaeldi verður sýnd í Háskólabíói í kvöld og má búast við líflegum umræðum að sýningu lokinni.

Frambjóðendur átta framboða hafa staðfest þátttöku í pallborðsumræðum um sjókvíaeldi að lokinni sýningu myndarinnar „Árnar þagna“ eftir Óskar Pál Sveinsson í Háskólabíói í kvöld.

Frambjóðendur átta framboða hafa staðfest þátttöku í pallborðsumræðum um sjókvíaeldi að lokinni sýningu myndarinnar „Árnar þagna“ eftir Óskar Pál Sveinsson í Háskólabíói í kvöld.

Viðburðurinn sem hefst klukkan 20 í kvöld er öllum opinn á meðan pláss er, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkur viðburður er haldinn vegna sýningu myndarinnar. Var þessi háttur á einig þegar myndin var frumsýnd á Akureyri 6. nóvember.

Þeir frambjóðendur sem hafa boðað þátttöku sína eru:

  • Samfylkingin - Þórunn Sveinbjarnardóttir
  • Píratar - Halldóra Mogensen
  • Flokkur fólksins - Inga Sæland
  • VG - Finnur Ricart Andrason
  • Sjálfstæðisflokkurinn - Guðlaugur Þór Þórðarson
  • Viðreisn - Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
  • Lýðræðisflokkurinn - Arnar Þór Jónsson
  • Sósíalistaflokkurinn - Guðmundur Hrafn Arngrímsson

Í kynningu myndarinnar segir: „Í júní á þessu ári fyrirskipaði Umhverfisstofnun Noregs lokun á 33 af þekktustu laxveiðiám Noregs vegna skaðans sem sjókvíaeldi á laxi og loftslagsbreytingar hafa valdið á villtum laxastofnum. Á einu augnabliki hvarf stór hluti lifibrauðs fjölskyldna sem hafa byggt afkomu sína á hlunnindum af stangveiði í marga ættliði. Í myndinni eru viðtöl við eigendur norskra laxveiðiáa, sem tekin voru nokkrum dögum eftir að fótunum var kippt undan tilveru þeirra, og fólk í sveitum Íslands um þá framtíð sem mögulega bíður þess og fjölskyldna þeirra.“

mbl.is