Samkynhneigðum og gyðingum sagt að vara sig í Berlín

Ísrael/Palestína | 19. nóvember 2024

Samkynhneigðum og gyðingum sagt að vara sig í Berlín

Gyðingar og samkynhneigðir ættu að reyna að koma í veg fyrir það að hægt sé að bera kennsl á þá sem slíka í hverfum Berlínar í Þýskalandi þar sem margir arabar eru búsettir. Þetta segir lögreglustjórinn í Berlín.

Samkynhneigðum og gyðingum sagt að vara sig í Berlín

Ísrael/Palestína | 19. nóvember 2024

Lögreglustjóri Berlínar er fyrir miðju á myndinni.
Lögreglustjóri Berlínar er fyrir miðju á myndinni. Samsett mynd/AFP/Jason Connolly/DPA/AFP/Christophe Gateau/AFP/Gabriel Bouys

Gyðingar og samkynhneigðir ættu að reyna að koma í veg fyrir það að hægt sé að bera kennsl á þá sem slíka í hverfum Berlínar í Þýskalandi þar sem margir arabar eru búsettir. Þetta segir lögreglustjórinn í Berlín.

Gyðingar og samkynhneigðir ættu að reyna að koma í veg fyrir það að hægt sé að bera kennsl á þá sem slíka í hverfum Berlínar í Þýskalandi þar sem margir arabar eru búsettir. Þetta segir lögreglustjórinn í Berlín.

Breska dagblaðið Telegraph greinir frá og vísar í samtal lögreglustjórans við dagblaðið Berliner Zeitung.

„Það eru svæði í borginni, við þurfum að vera alveg hreinskilin, þar sem ég myndi ráðleggja fólki sem er með kollhúfu [höfuðfat gyðinga] eða er opinskátt samkynhneigt að passa sig betur,“ sagði lögreglustjórinn Barbara Slowik.

„Það eru ákveðin hverfi þar sem meirihluti íbúanna er af arabískum uppruna, sem hafa einnig samúð með hryðjuverkahópum,“ sagði hún og bætti við að þeir væru oft „fjandsamlegir í garð gyðinga“.

Hrækt á gyðingabörn eftir leik

Ofbeldi gegn gyðingum sé ekki algengt en að hvert einasta atvik sé einu of mikið.

Fyrir hálfum mánuði var veist að ungmennaliði í fótbolta frá Makkabi Berlin, íþróttafélagi gyðinga, af ungmennum með prik og hnífa eftir leik í arabísku hverfi borgarinnar.

Fórnarlömbin, sem voru á aldrinum 13 til 15 ára, sögðu að það hefði verið hrækt á þau og móðgunum hreytt í þau allan leikinn.

Hatursglæpum fjölgaði 

Í Þýskalandi hefur gyðingahatur aukist frá því stríð Ísraels og hryðjuverkasamtakanna Hamas hófst og fjöldi skráðra hatursglæpa gegn gyðingum var tvöfaldur árið 2023 á við fyrri ár.

Frá 7. oktobér 2023, þegar liðsmenn Hamas réðust inn í Ísrael, hefur lögreglan í Berlín hafið yfir 6.000 rannsóknir á hatursglæpum gegn gyðingum, að sögn Slowik.

Flestar þeirra varða hatursorðræðu á netinu eða veggjakrot en einnig eru alvarlegri ofbeldisatvik til rannsóknar.

mbl.is