Talsmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að yfir 200 börn hafi verið drepin í Líbanon á innan við tveimur mánuðum eftir að Ísraelar hertu árásir sínar á Hisbollah-samtökin.
Talsmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að yfir 200 börn hafi verið drepin í Líbanon á innan við tveimur mánuðum eftir að Ísraelar hertu árásir sínar á Hisbollah-samtökin.
Talsmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að yfir 200 börn hafi verið drepin í Líbanon á innan við tveimur mánuðum eftir að Ísraelar hertu árásir sínar á Hisbollah-samtökin.
„Þrátt fyrir að meira en 200 börn hafi verið drepin í Líbanon á innan við tveimur mánuðum hefur óhugnanlegt mynstur komið í ljós. Dauðsföllum þeirra er mætt með tregðu frá þeim sem geta stöðvað þetta ofbeldi,“ sagði James Elder, talsmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, við fréttamenn.
Hann segir að síðustu tvo mánuði hafi að meðaltali þrjú börn verið drepin í Líbanon á degi hverjum og á annað þúsund hafi særst og hafi orðið fyrir áföllum.
Hisbollah-samtökin hófu eldflaugaárásir á Ísrael í október á síðasta ári til stuðnings vígasamtökunum Hamas á Gasa. Frá því í september síðastliðinn hafa Ísraelar staðið fyrir umfangsmiklum sprengjuherferðum í Líbanon þar sem þeir hafa beint árásum sínum á vígi Hisbollah.
Yfirvöld í Líbanon segja að 3.500 hafi fallið í Líbanon eftir að átökin brutust út.