Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari

Poppkúltúr | 20. nóvember 2024

Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari

Breski tónlistarmaðurinn Elton John var nær óþekkjanlegur á rauða dreglinum í New York á fimmtudagskvöldið. John, sem heitir réttu nafni Reginald Kenneth Dwight, var viðstaddur frumsýningu á Broadway-söngleiknum Tammy Faye og gekk dregilinn allnokkrum kílóum léttari.

Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari

Poppkúltúr | 20. nóvember 2024

Elton John var í góðu stuði á rauða dreglinum.
Elton John var í góðu stuði á rauða dreglinum. Samsett mynd

Breski tónlistarmaðurinn Elton John var nær óþekkjanlegur á rauða dreglinum í New York á fimmtudagskvöldið. John, sem heitir réttu nafni Reginald Kenneth Dwight, var viðstaddur frumsýningu á Broadway-söngleiknum Tammy Faye og gekk dregilinn allnokkrum kílóum léttari.

Breski tónlistarmaðurinn Elton John var nær óþekkjanlegur á rauða dreglinum í New York á fimmtudagskvöldið. John, sem heitir réttu nafni Reginald Kenneth Dwight, var viðstaddur frumsýningu á Broadway-söngleiknum Tammy Faye og gekk dregilinn allnokkrum kílóum léttari.

John, sem samdi tónlistina fyrir söngleikinn, er þekktur fyrir litríkan fatastíl og breytti að sjálfsögðu ekki út af vananum á frumsýningarkvöldinu. Tónlistarmaðurinn vakti mikla athygli í skærbleikum jakkafötum og strigaskóm. John toppaði útlitið með skemmtilegri perlufesti og stórum gleraugum. 

John, 77 ára, ræddi um heilsuferðalag sitt í hlaðvarpsþættinum Ruthie's Table 4 nýverið og sagðist hafa tekið allan sykur út úr mataræði sínu til að ná aftur æskilegu blóðsykurgildi. John var greindur með sykursýki 2 árið 2000. 



mbl.is