Góður gangur er í kjaraviðræðum Læknafélags Íslands við íslenska ríkið, en verkföll lækna hefjast eftir fimm daga, náist samningar ekki fyrir þann tíma.
Góður gangur er í kjaraviðræðum Læknafélags Íslands við íslenska ríkið, en verkföll lækna hefjast eftir fimm daga, náist samningar ekki fyrir þann tíma.
Góður gangur er í kjaraviðræðum Læknafélags Íslands við íslenska ríkið, en verkföll lækna hefjast eftir fimm daga, náist samningar ekki fyrir þann tíma.
„Menn eru að vinna vinnuna sína, það er klárt mál,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, í samtali við mbl.is. „Það er stanslaust setið við,“ bætir hún við.
Þegar mbl.is ræddi við Steinunni á mánudaginn var aðeins þyngra hljóðið í henni en dagana á undan en það orsakaðist af erfiðari viðfangsefnum samningafundanna. Heildarsýnin hafði þó ekki breyst, að hennar sögn.
„Það er mismikið á milli aðila eftir því um hvað er verið að tala,“ sagði hún á mánudaginn, og gerði þá ráð fyrir að fleiri erfið mál yrðu rædd í vikunni. Steinunn segir það ekki hafa breyst, en að allir séu vel meðvitaðir um tíminn sé naumur.
„Það eru allir mjög fókuseraðir og enginn farinn að öskra og arga. Það er yfirveguð og stöðug vinna í gangi.“
Verkföll lækna sem starfa hjá hinu opinbera, hefjast að öllu óbreyttu mánudaginn 25. nóvember, en það nær til lækna á Landspítalanum og á öðrum heilbrigðisstofnunum um allt land, ásamt heilsugæslustöðvum, fyrir utan þær einkareknu.