Ný og glæsileg verslun Rammagerðarinnar að Laugavegi 31 opnaði með pompi og prakt og fimmtudaginn í síðustu viku. Mikill fjöldi hönnunarunnenda mætti í opnunarhóf verslunarinnar í þessu sögufræga húsi sem áður hýsti biskupsstofu. Heilmikil stemning var á báðum hæðum hússins, enda er Rammagerðin sannkallað heimili íslenskrar hönnunar og handverks og hefur verið það síðan 1940.
Ný og glæsileg verslun Rammagerðarinnar að Laugavegi 31 opnaði með pompi og prakt og fimmtudaginn í síðustu viku. Mikill fjöldi hönnunarunnenda mætti í opnunarhóf verslunarinnar í þessu sögufræga húsi sem áður hýsti biskupsstofu. Heilmikil stemning var á báðum hæðum hússins, enda er Rammagerðin sannkallað heimili íslenskrar hönnunar og handverks og hefur verið það síðan 1940.
Ný og glæsileg verslun Rammagerðarinnar að Laugavegi 31 opnaði með pompi og prakt og fimmtudaginn í síðustu viku. Mikill fjöldi hönnunarunnenda mætti í opnunarhóf verslunarinnar í þessu sögufræga húsi sem áður hýsti biskupsstofu. Heilmikil stemning var á báðum hæðum hússins, enda er Rammagerðin sannkallað heimili íslenskrar hönnunar og handverks og hefur verið það síðan 1940.
Á opnunni tók kórinn Kliður lagið í sögufrægu tröppum hússins, en tröppurnar eru sannkallað aðdráttarafl og hafa fengið verðskuldaða andlitslyftingu í höndum Basalt arkitekta sem sáu um endurgerð hússins.
Á efri hæð Rammagerðarhússins má finna útibú frá Gallery Port sem sérhæfir sig í ungu og upprennandi listafólki, en þar opnaði einnig ljósmyndasýning eftir Önnu Maggý þar sem viðfangsefnið er íslenskar listakonur klæddar íslenskri ull.
Rammagerðin notaði einnig tækifærið og kynnti til leiks Jólaköttinn 2024 sem í ár er hannaður af glerlistamanninum Anders Vange hjá Reykjavík Glass.
Meðal þeirra vörumerkja sem finna má á Laugavegi 31 er Fischersund-ilmhús, Hvammsvík, 66°Norður, Reykjavík Glass, Bjarni Viðar keramiker, Varma, Dagsson, BAHNS, Taramar og As we Grow svo fátt eitt sé nefnt.