Rauðbeðuduftið gerir allt jólalegra

Uppskriftir | 20. nóvember 2024

Rauðbeðuduftið gerir allt jólalegra

Ef þig langar að eiga eitthvað til að skreyta kökuna eða matinn sem er ekki fullt af litarefnum er þetta frábær hugmynd. Það er auðvelt og þægilegt að útbúa þetta duft og það geymist vel í lokuðu íláti. Fegurðin leynir sér ekki þegar það er notað. Sjáið hvað kakan hennar er falleg með rauðbeðuduftinu?

Rauðbeðuduftið gerir allt jólalegra

Uppskriftir | 20. nóvember 2024

Fegurðin leynir sér ekki þegar rauðbeðuduftið er notað til að …
Fegurðin leynir sér ekki þegar rauðbeðuduftið er notað til að skreyta kökur og mat. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Ef þig langar að eiga eitthvað til að skreyta kökuna eða matinn sem er ekki fullt af litarefnum er þetta frábær hugmynd. Það er auðvelt og þægilegt að útbúa þetta duft og það geymist vel í lokuðu íláti. Fegurðin leynir sér ekki þegar það er notað. Sjáið hvað kakan hennar er falleg með rauðbeðuduftinu?

Ef þig langar að eiga eitthvað til að skreyta kökuna eða matinn sem er ekki fullt af litarefnum er þetta frábær hugmynd. Það er auðvelt og þægilegt að útbúa þetta duft og það geymist vel í lokuðu íláti. Fegurðin leynir sér ekki þegar það er notað. Sjáið hvað kakan hennar er falleg með rauðbeðuduftinu?

View this post on Instagram

A post shared by hanna.is (@hanna.is)

Hanna Thordarson leirlistakona og fagurkeri deildi þessari skemmtilegu hugmynd með fylgjendum sínum á dögunum og það er þess virði að deila þessu með lesendum Matarvefsins. Það þarf aðeins eina rauðbeðu í þessa snilld, síðan er það bara aðferðinni við að útbúa duftið.

Hanna Thordarson leirlistakona er mikill matgæðingur og er sniðugari en …
Hanna Thordarson leirlistakona er mikill matgæðingur og er sniðugari en flestir að bera fram fallegar kræsingar á listrænan hátt. Ljósmynd/Aðsend

Rauðbeðuduft

  • 100 g rauðbeða, hrá eða frosin

Aðferð:

  1. Flysjið rauðbeðuna og sneiðið niður í mandólíni eða með ostaskerar.
  2. Hitið ofninn í 50°C (yfir- og undirhiti).
  3. Setjið sneiðarnar í ofnskúffu með bökunarpappír undir og látið bakast/þurrkast í ofninum. 
  4. Til að flýta fyrir hefur Hanna stundum haft smá rifu á ofnhurðinni þar sem raki myndast. 
  5. Þurrkunin getur tekið 4 – 6 klukkustundir. 
  6. Gott að slökkva á ofninum og láta þær vera þar yfir nótt
  7. Myljið síðan sneiðarnar ofan í blandara og maukið þær þannig að þær verði að fínu dufti. 
  8. Notið sigti til að taka stærstu kornin frá og  myljið þau svo aftur. 
  9. Duftið geymist vel í lokuðu íláti og nota til að skreyta bæði kökur og mat eins og hugurinn girnist með því þegar tækifæri gefst.
mbl.is