Seytt rúgbrauð með reyktum silungi, sinnepi og sprettum getur verið algjört lostæti. Sérstaklega þegar rúgbrauðið er gott eins og brauðið hennar Birnu G. Ásbjörnsdóttur doktors.
Seytt rúgbrauð með reyktum silungi, sinnepi og sprettum getur verið algjört lostæti. Sérstaklega þegar rúgbrauðið er gott eins og brauðið hennar Birnu G. Ásbjörnsdóttur doktors.
Seytt rúgbrauð með reyktum silungi, sinnepi og sprettum getur verið algjört lostæti. Sérstaklega þegar rúgbrauðið er gott eins og brauðið hennar Birnu G. Ásbjörnsdóttur doktors.
Lesendur Matarvefsins ættu að vera farnir að þekkja Birnu en hún er matgæðingur af lífi og sál. Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að matreiða og baka og nýtur sín allra best í eldhúsinu á heimili sínu á Eyrarbakka, í Smiðshúsum. Hún hélt huggulegt haustboð í októbermánuði síðastliðnum og bauð þá upp á þetta dýrðlega rúgbrauð sem borið var fram með reyktum silungi og ferskum sprettum. Gestirnir misstu sig hreinlega yfir þessu rúgbrauði og þar á meðal undirrituð. Ég fékk Birnu til að deila með okkur uppskriftinni og hér er hún komin ásamt skýrum leiðbeiningum um aðferð.
Þetta gæti vel orðið jólarúgbrauðið í ár.
Seytt rúgbrauð með heilu bankabyggi, trönuberjum og súrdeigi
Aðferð:
Berið það fram með því sem ykkur þykir gott. Það passar sérstaklega vel með reyktum silungi, sinnepi og ferskum sprettum.