Þau tíu ár sem Guðmundur Fylkisson hefur leitað að börnum og ungmennum hefur fjöldi leitarbeiðna sveiflast mikið milli ára. Fæstar hafa þær verið um 150 talsins en flestar 285 á einu ári. Í ár virðist uppsveifla og eru beiðnirnar orðnar 242.
Þau tíu ár sem Guðmundur Fylkisson hefur leitað að börnum og ungmennum hefur fjöldi leitarbeiðna sveiflast mikið milli ára. Fæstar hafa þær verið um 150 talsins en flestar 285 á einu ári. Í ár virðist uppsveifla og eru beiðnirnar orðnar 242.
Þau tíu ár sem Guðmundur Fylkisson hefur leitað að börnum og ungmennum hefur fjöldi leitarbeiðna sveiflast mikið milli ára. Fæstar hafa þær verið um 150 talsins en flestar 285 á einu ári. Í ár virðist uppsveifla og eru beiðnirnar orðnar 242.
Fjöldi beiðnanna segir þó ekki til um fjölda einstaklinganna því oft er um að ræða sama barn eða ungmenni.
„Á meðan að einstaklingunum fjölgar ekki mikið þá er ég rólegur,“ segir hann. Á þessum áratug sem hann hefur starfað við þetta verkefni eru beiðnirnar orðnar 2.142 talsins.
Árið í ár hefur verið sveiflukennt. Þannig voru leitarbeiðnir í ágúst, september og október samtals 111 talsins, eða ríflega ein á dag. Hann hefur leitað að 81 einum einstaklingi í ár og þar af eru 61 krakki sem ekki hefur áður komið við sögu hjá honum. Tæplega helmingi barnanna hefur þurft að leita að oftar en einu sinni.
Sá heimur sem Guðmundur Fylkisson hrærist í er harður. Hann leitar týndu barnanna en verkefnið er oft á tíðum miklu stærra en sá einstaklingur sem leitað er að. Hann hefur áhyggjur af því að ekkert langtíma úrræði er til fyrir foreldra, systkini og aðra ættingja sem standa í storminum.
„Ég hef verið að sjá hjónaskilnaði. Ég hef verið að sjá sjálfsvígstilraunir foreldra sem eru að bugast. Ég hef verið að sjá fólk tapa heilsunni, andlegu og líkamlegu sem brestur samtímis,“ upplýsir hann í viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins.
Þegar allt er komið í þrot hjá fjölskyldum sem eru með ungmenni með fjölþættan vanda og jafnvel í neyslu hefur Gummi jafnvel hvatt til fólk til að tilkynna sig sjálft til barnaverndaryfirvalda.
„Mitt eina ráð núna er að þú skalt tilkynna sjálft þig Barnaverndaryfirvalda vegna vanrækslu gagnvart yngri börnunum þínum. Af því að fókusinn er orðinn svo mikill á þennan veika. Þannig að ég hef pínu áhyggjur þarna því að við erum að horfa á fólk sem er að bugast. Þetta eru virkilega fáir einstaklingar en þetta er til staðar og það verður á einhvern hátt að hjálpa þeim.“
Með þessari frétt má finna hluta viðtalsins við Gumma löggu um þetta þarfa verkefni. Þátturinn í heild sinni er opinn fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.