Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands gerir ekki ráð fyrir að stjórnarslit og alþingiskosningarnar muni hafa mikil skammtímaáhrif á peningastefnuna í landinu.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands gerir ekki ráð fyrir að stjórnarslit og alþingiskosningarnar muni hafa mikil skammtímaáhrif á peningastefnuna í landinu.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands gerir ekki ráð fyrir að stjórnarslit og alþingiskosningarnar muni hafa mikil skammtímaáhrif á peningastefnuna í landinu.
Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á kynningarfundi vegna vaxtaákvörðunar peningastefnunefndar. Stýrivextir bankans voru í morgun lækkaðir um 50 punkta.
„Það sem skiptir máli er að fjárlögin voru samþykkt ekki með miklum breytingum og svo verðum við bara að sjá hvað gerist þegar að það kemur ný stjórn. Við væntum ekki að það verði nein kollsteypa á því sem er verið að gera,“ sagði Ásgeir, spurður hvort óvissuþættir í tengslum við stjórnarslit og kosningar væru ekki það veigamiklir að þeir myndu raska horfunum fyrir hagþróun og verðbólgu umtalsvert.
Þá var Ásgeir einnig spurður um möguleg áhrif af tollum af innfluttum varningi sem Trump hefur talað fyrir.
„Hvað varðar tollastríð þá höfum við ekki skoðað það heldur vegna þess að það er líka mjög spekúlatíft hvað gerist þegar nýr Bandaríkjaforseti tekur við. Hann hefur svo sem lýst líka yfir hlutum sem ekki hafa gerst og svo framvegis,“ sagði Ásgeir.
„En alla jafna þá er það samt þannig að stór hluti af neysluvörum okkar kemur frá Evrópu. Maður myndi kannski ekki hafa miklar áhyggjur af neysluvörunum en töluvert af útflutningi okkar, eins og ál, gæti mögulega orðið fyrir áhrifum. En þetta er allt saman mjög óljóst og erfitt að draga einhverjar ályktanir um það.“