Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um klukkan fjögur í dag en samninganefndir höfðu þá setið við frá því klukkan níu í morgun. Boðað hefur verið til nýs fundar í fyrramálið.
Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um klukkan fjögur í dag en samninganefndir höfðu þá setið við frá því klukkan níu í morgun. Boðað hefur verið til nýs fundar í fyrramálið.
Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um klukkan fjögur í dag en samninganefndir höfðu þá setið við frá því klukkan níu í morgun. Boðað hefur verið til nýs fundar í fyrramálið.
Þetta staðfestir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við mbl.is.
„Það er ekkert stórt að gerast en það er verið að vinna og það er mjög gott að við skulum vera í sama húsi núna. Það er jákvætt,” segir Inga.
Sérfræðingur frá jafnlaunastofu var meðal annars fenginn á fund samninganefndanna í gær.
Inga segir þá kröfu kennara, um að finna viðmiðunarhópa á almennum markaði til að jafna laun þeirra við, ekki hafa verið rædda á fundum nefndanna gær og í dag.
„Það er bara góð vinna í gangi. Við höldum áfram á morgun og sjáum hvert það leiðir.“
Inga sagði í samtali við mbl.is í gær að kennarar hefðu fengið tvö tilboð frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga, en þeim hefði báðum verið hafnað.