Á ferðavefnum Rough Guides má finna lista yfir tuttugu undraverðustu staði heims og hér verða taldir upp tíu þeirra. Hefurðu einhvern tíma heimsótt þessa áfangastaði?
Á ferðavefnum Rough Guides má finna lista yfir tuttugu undraverðustu staði heims og hér verða taldir upp tíu þeirra. Hefurðu einhvern tíma heimsótt þessa áfangastaði?
Á ferðavefnum Rough Guides má finna lista yfir tuttugu undraverðustu staði heims og hér verða taldir upp tíu þeirra. Hefurðu einhvern tíma heimsótt þessa áfangastaði?
Vatnið hefur löngum verið talið heilagt af innfæddum, Okanagan-fólkinu. Á sumrin gufar vatnið upp og steindalaugar eru skildar eftir, hver og ein mismunandi á litinn.
Hægt er að skoða vatnið á þjóðvegi 3, norðvestur af smábænum Osoyoos en gestir eru beðnir um að fara ekki inn á landið, sem er í eigu innfæddra.
Fyrir sextíu milljónum ára gusaðist bráðið basalt úr eldgosi sem síðar storknaði og dróst saman þegar kólnaði. Þá mynduðust þessar sprungur sem sjást á svæðinu núna.
Súlurnar sem standa upp eru svo fullkomnar að goðsögnin segir þær hafa verið búnar til af risa.
Bómullarhöllin eða Pamukkale er merkilegur staður sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Vatn fossar úr náttúrulegum lindum og myndar töfrandi varmalaugar á stöllum eða veröndum.
Þetta merkilega stöðuvatn er á stærstu eyjunni í Recherche-eyjaklasanum í Vestur-Ástralíu. Vatnið heldur djúpbleikum litnum allt árið um kring, sem sumir vísindamenn segja að sé vegna mikillar seltu og saltelskandi þörungategundarinnar Dunaliella salina og bleikra halóbaktería.
Ótrúlegt náttúrufyrirbæri sem þróaðist í þúsundir ára. Kalksteinsveröndin myndast úr kalsíumútfellingu í rennandi vatn. Óvenjulegur rauðleitur litur stallanna stafar af háu járnoxíði í einni af lindunum.
Yfirþyrmandi kalksteinstindar sem finnast í norðvesturhluta Hunan-héraðs í Kína og eru þaktir gróskumiklum plöntum og oft sveipaðir þoku. Fjöllin voru innblástur í stórmyndinni Avatar.
Hinir alræmdu 500.000 ferkílómetrar sem einnig eru kallaðir þríhyrningur djöfulsins er staðsettur nokkurn veginn á milli Bermúda, Flórída og Púertó Ríkó.
Til eru samsæriskenningar um óvenjulegar segulmælingar á svæðinu og að skip, flugvélar og fólk hafi horfið þar sporlaust.
Myndhöggvarinn Mario Irarrázabal frá Chile ber ábyrgð á þessu listaverki sem rís upp úr sandinum í miðri Atacama-eyðimörkinni í Chile.
Irarrázabal er þekktur fyrir verk sín sem tengjast mannlegum þjáningum og þessi risastóri skúlptúr fangar tilfinningu um einmanaleika sem versnar vegna auðnar og afskekktrar staðsetningar.
Ströndin er þakin tegund af þangi sem kallast Sueda og verður skærrautt á haustin. Votlendið sem er mikilvægt friðland fyrir farfugla er staðsett þrjátíu kílómetra suðvestur af Panjin.
Aðeins lítill hluti strandarinnar er opinn almenningi en hægt er að skoða hana af trébrú sem liggur alla leið út að sjónum.
Þessi annars heims goshver er á einkalandi á jaðri Black Rock-eyðimerkurinnar í Nevada. Hverinn varð til fyrir slysni árið 1964 eftir að orkufyrirtæki boraði niður í jarðhitavatn og núna gýs úr hvernum í allt að fimm metra hæð.
Steinefnauppsöfnunin sem myndast verður til þess að keilan vex um nokkra sentímetra á hverju ári.