Undursamlega góð bleikja í taílenskri sesam- og engifermaríneringu

Uppskriftir | 20. nóvember 2024

Undursamlega góð bleikja í taílenskri sesam- og engifermaríneringu

Fiskur er herramannsmatur og ljúft að njóta þess að borða fisk í miðri viku. Þessi bleikja er í undursamlega góðri sesam- og engifermaríneringu með taílensku ívafi. Heiðurinn af þessari uppskrift á Friðrik V. en uppskriftina gerði hann fyrir Fiskidaginn mikla árið 2023 sem var síðasta árið hátíðin var haldin.

Undursamlega góð bleikja í taílenskri sesam- og engifermaríneringu

Uppskriftir | 20. nóvember 2024

Undursamlega góð bleikja sem á vel við að bera fram …
Undursamlega góð bleikja sem á vel við að bera fram í miðri viku. Ljósmynd/Friðrik V

Fiskur er herramannsmatur og ljúft að njóta þess að borða fisk í miðri viku. Þessi bleikja er í undursamlega góðri sesam- og engifermaríneringu með taílensku ívafi. Heiðurinn af þessari uppskrift á Friðrik V. en uppskriftina gerði hann fyrir Fiskidaginn mikla árið 2023 sem var síðasta árið hátíðin var haldin.

Fiskur er herramannsmatur og ljúft að njóta þess að borða fisk í miðri viku. Þessi bleikja er í undursamlega góðri sesam- og engifermaríneringu með taílensku ívafi. Heiðurinn af þessari uppskrift á Friðrik V. en uppskriftina gerði hann fyrir Fiskidaginn mikla árið 2023 sem var síðasta árið hátíðin var haldin.

Bleikja í taílenskri sesam- og engifermaríneringu

Fyrir 4

  • 4 stk. 180-200 g bleikja, skorin í stykki
  • 1 dl La Choy súrsæt sósa eða önnur að eigin vali
  • 2 msk. sesamfræ
  • 1 msk Blue Dragon sesamolía
  • 1 dl Blue Dragon Sweet Thai Chilli Dipping Sauce
  • 1 msk Heinz HP Sósa
  • 1 cm ferskur engifer
  • 1 stk. límóna (safi og börkur)
  • 1 stk. hvítlauksgeiri, fínt rifinn

Aðferð:

  1. Blandið saman hráefnunum í skál og marínerið fiskinn.
  2. Grillað eða bakað í ofni í um það bil 10-14 mínútur á hvorri hlið, eða þar til kjarnahitinn er 68-70°C
  3. Berið fram með hrísgrjónum, salati og sweet chili sósu.
mbl.is