Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. nóvember 2024

Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu

Fregnir af eldgosinu við Stóra-Skógfell hafa borist út fyrir landsteinana og eru fyrirsagnir um tíunda gosið á þremur árum farnar að tínast inn á forsíður helstu netfréttamiðla.

Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. nóvember 2024

Fregnir af eldgosinu við Stóra-Skógfell hafa borist út fyrir landssteinana.
Fregnir af eldgosinu við Stóra-Skógfell hafa borist út fyrir landssteinana. Samsett mynd/Björn Oddsson/Skjáskot

Fregnir af eldgosinu við Stóra-Skógfell hafa borist út fyrir landsteinana og eru fyrirsagnir um tíunda gosið á þremur árum farnar að tínast inn á forsíður helstu netfréttamiðla.

Fregnir af eldgosinu við Stóra-Skógfell hafa borist út fyrir landsteinana og eru fyrirsagnir um tíunda gosið á þremur árum farnar að tínast inn á forsíður helstu netfréttamiðla.

Frá vefsíðu Reuters.
Frá vefsíðu Reuters. Skjáskot/Reuters

Á vef Daily Mail má lesa fyrirsögnina „Tímapunkturinn sem íslenska eldfjallið gýs AFTUR, spúir hraunstraumi og reykur fyllir loftið: Rýmingar í gangi.“

Ásamt fréttinni er meðfylgjandi myndband af gosinu:

„Íslenskt eldfjall gýs í tíunda sinn á þremur árum“ segir í fyrirsögn fréttamiðilsins Reuters.

Segir í fréttinni að nærliggjandi fiskiþorp, það er Grindavík, hafi að mestu staðið autt síðan í desember á síðasta ári, vegna jarðhræringanna.

Vísindamenn hafi varað við að eldsumbrot verði líklega endurtekin næstu áratugina, ef ekki aldirnar.

Þá hefur Bloomberg einnig greint frá gosinu og segir þar meðal annars að ekki sé búist við því að flugumferð raskist. 

Umfjöllun Bloomberg.
Umfjöllun Bloomberg. Skjáskot/Bloomberg

Fyrirsögn fréttastofu AFP er „Rýmingar í íslensku þorpi eftir nýtt eldgos“ og gerir miðillinn fréttum af gosinu ágætis skil, en þar er meðal annars vísað í Benedikt Ófeigsson, fagstjóra aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands.

Bandaríski miðillinn Fox Weather greinir frá.
Bandaríski miðillinn Fox Weather greinir frá. Skjáskot/Fox Weather

Fox Weather greinir einnig frá og lýsir svæðinu skammt frá Bláa lóninu sem draugabæ.

Umfjöllun Dagbladet í Noregi.
Umfjöllun Dagbladet í Noregi. Skjáskot/Dagbladet

Þá hafa fregnirnar einnig borist til frænda okkar í Noregi en Dagbladet greindi frá í kvöld.

Hafa fregnirnar einnig borist fjær, nánar tiltekið til Suður-Asíu en miðillinn BSS í Bangladess greinir sömuleiðis frá.

Fregnirnar hafa þegar borist til Suður-Asíu.
Fregnirnar hafa þegar borist til Suður-Asíu. Skjáskot/BSS
mbl.is