Ítalskur kokkur opnar veitingastað í Smáralind

Ítölsk matargerð | 21. nóvember 2024

Ítalskur kokkur opnar veitingastað í Smáralind

Bacco Pasta er nýr ítalskur pop-up veitingastaður þar verður boðið upp á ekta ítalska matargerð, ferskt pasta, sem búið er til daglega, súrdeigspítsur og smáréttir eins og antipasti. Staðurinn mun opna opinberlega nú um helgina, 23. nóvember næstkomandi og er staðsettur í Smáralind á annarri hæð.

Ítalskur kokkur opnar veitingastað í Smáralind

Ítölsk matargerð | 21. nóvember 2024

Maðurinn á bak við Bacco Pasta er Ítalinn Cornel Popa. …
Maðurinn á bak við Bacco Pasta er Ítalinn Cornel Popa. Hann verið að gera frábæra hluti með matarvagnanna La Cucina og Little Italy síðustu misseri. mbl.is/Karítas

Bacco Pasta er nýr ítalskur pop-up veitingastaður þar verður boðið upp á ekta ítalska matargerð, ferskt pasta, sem búið er til daglega, súrdeigspítsur og smáréttir eins og antipasti. Staðurinn mun opna opinberlega nú um helgina, 23. nóvember næstkomandi og er staðsettur í Smáralind á annarri hæð.

Bacco Pasta er nýr ítalskur pop-up veitingastaður þar verður boðið upp á ekta ítalska matargerð, ferskt pasta, sem búið er til daglega, súrdeigspítsur og smáréttir eins og antipasti. Staðurinn mun opna opinberlega nú um helgina, 23. nóvember næstkomandi og er staðsettur í Smáralind á annarri hæð.

Maðurinn á bak við Bacco Pasta er Ítalinn Cornel Popa.

Hann var yfirkokkur á veitingastaðnum Nebraska og auk þess hefur hann verið að gera frábæra hluti með matarvagnanna La Cucina og Little Italy síðustu misseri.

Staðurinn mun opna um helgina í Smáralind.
Staðurinn mun opna um helgina í Smáralind. mbl.is/Karítas

Blandar saman ítalskri og norræni matargerð

Bacco Pasta er tilrauna verkefni Cornels en þar mun hann blanda saman ítölsku rótum sínum við norræna matargerð og ástríðu hans við götumat þar sem hugmyndafræðin er fljótt, einfalt og þægilegt ræður ríkjum.

Staðurinn er innréttaður á fallegan og stílhreinan hátt. Skemmtilegar myndir prýða veggina sem allar eru teknar í heimabæ Cornels, Carpino, sem er á Suður-Ítalíu í Puglia-héraðinu.

Boðið verður upp á ítalska rétti sem eiga sér sögu …
Boðið verður upp á ítalska rétti sem eiga sér sögu frá héraðinu hans Cornels. Ljósmynd/Aðsend
Allt pasta er gert á staðnum.
Allt pasta er gert á staðnum. Ljósmynd/Aðsend
Girnilegt pasta.
Girnilegt pasta. Ljósmynd/Aðsend
Ítalskt súrdeigsbrauð.
Ítalskt súrdeigsbrauð. Ljósmynd/Aðsend
Allt handgert.
Allt handgert. Ljósmynd/Aðsend
Burrata osturinn verður í boði.
Burrata osturinn verður í boði. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is