Íslenska tónlistarkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir var stórglæsileg á rauða dreglinum á frumsýningu tónleikamyndarinnar Laufey's A Night At The Symphony: Hollywood Bowl í Los Angeles á þriðjudagskvöldið.
Íslenska tónlistarkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir var stórglæsileg á rauða dreglinum á frumsýningu tónleikamyndarinnar Laufey's A Night At The Symphony: Hollywood Bowl í Los Angeles á þriðjudagskvöldið.
Íslenska tónlistarkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir var stórglæsileg á rauða dreglinum á frumsýningu tónleikamyndarinnar Laufey's A Night At The Symphony: Hollywood Bowl í Los Angeles á þriðjudagskvöldið.
Laufey klæddist afar fallegum kjól frá franska tískuhúsinu Chloé og leyfði náttúrulegri fegurð sinni að skína.
Tónlistarkonan deildi myndum frá frumsýningarkvöldinu á Instagram-síðu sinni í gærdag og birti meðal annars mynd af sér ásamt leikstjóra myndarinnar, Emmy-verðlaunahafanum Sam Wrench.
Tónleikar Laufeyjar Línar sem haldnir voru í Hollywood Bowl í byrjun ágústmánaðar verða sýndir í útvöldum kvikmyndahúsum, þar á meðal Bíó Paradís, frá og með 6. desember næstkomandi. Tónlistarkonan steig á svið ásamt Sinfóníuhljómsveitinni í Los Angeles og lék fyrir þúsundir manna.