Litlar líkur á að hraunið nái til mannvirkja

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. nóvember 2024

Litlar líkur á að hraunið nái til mannvirkja

Runólfur Þórhallsson, settur sviðsstjóri almannavarna, segir litlar líkur á því að hraunið nái að mannvirkjum við Bláa lónið en þó alltaf einhverjar.

Litlar líkur á að hraunið nái til mannvirkja

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. nóvember 2024

Gosið séð að ofan í dag.
Gosið séð að ofan í dag. mbl.is/Karítas

Runólfur Þórhallsson, settur sviðsstjóri almannavarna, segir litlar líkur á því að hraunið nái að mannvirkjum við Bláa lónið en þó alltaf einhverjar.

Runólfur Þórhallsson, settur sviðsstjóri almannavarna, segir litlar líkur á því að hraunið nái að mannvirkjum við Bláa lónið en þó alltaf einhverjar.

Allt bíla­plan Bláa lóns­ins er nú komið und­ir hraun. 

„Það er auðvitað alltaf einhver möguleiki á því að eitthvað nái að fara þarna yfir varnargarða en við metum svo sem ekki miklar líkur á því. En það getur gerst.“

Hröð framþróun hraunflæðis

Hann segir verktaka nú vinna hratt og örugglega að því að loka fyrir gat í varnargarðinum sem var opið fyrir umferð til að komast inn og út.

Vinnuvélar og efni hafi þó ávallt staðið til reiðu til að loka gatinu með skömmum fyrirvara í aðstæðum sem þessum.

„Síðan er bara að fylgjast með þessari framþróun. Þetta voru aðstæður sem sköpuðust þarna sem virðast hafa hraðað framþróun hraunflæðisins, en í sjálfu sér er lítið annað að gera en að treysta á að verktakarnir nái að loka fyrir gatið við Bláa lónið.“

mbl.is