Angela Merkel segir, í endurminningum sínum sem koma út á þriðjudag á 30 tungumálum samtímis, Donald Trump nýkjörinn Bandaríkjaforseta heillaðan af einræðisherrum.
Angela Merkel segir, í endurminningum sínum sem koma út á þriðjudag á 30 tungumálum samtímis, Donald Trump nýkjörinn Bandaríkjaforseta heillaðan af einræðisherrum.
Angela Merkel segir, í endurminningum sínum sem koma út á þriðjudag á 30 tungumálum samtímis, Donald Trump nýkjörinn Bandaríkjaforseta heillaðan af einræðisherrum.
Brot úr endurminningum kanslarans fyrrverandi voru birt í þýska vikublaðinu Die Ziet í dag.
Segir Merkel frá fyrsta fundi leiðtoganna tveggja í mars 2017 í Washington eftir að Trump var fyrst kjörinn í embætti. Trump hafi forvitnast um austur-þýskan bakgrunn hennar og samband hennar við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
„Hann var augljóslega mjög heillaður af rússneska forsetanum,“ segir hún. „Á árunum sem fylgdu hafði ég þá tilfinningu að hann hrifist mjög af stjórnmálamönnum sem sýndu einræðislega tilburði.“
Endurminningar Angelu Merkel, Frelsi, skrifar hún ásamt pólitískum ráðgjafa sínum til margra ára, Beate Baumann. Bókarinnar, sem telur 736 blaðsíður, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en búist er við að hún varpi nýju ljósi á fjögur kjörtímabil Merkel á árunum 2005 til 2021, er hún var valdamesta kona heims.
Merkel segir meðal annars að þegar hún hafi flogið heim eftir fyrsta fundinn með Trump hafi hún haft slæma tilfinningu.
Hann heilsaði henni með handabandi fyrir framan fjölmiðlamenn en þegar þeir óskuðu eftir að handabandið yrði endurtekið virti hann þá ekki viðlits. Merkel hafi þá hvíslað að þau skildu heilsast á ný en Trump látið það sem vind um eyru þjóta.
Þá segir fyrrverandi leiðtoginn þýski að Trump hafi margsinnis á fundi þeirra gagnrýnt Þýskaland líkt og hann hafi gert í kosningabaráttu sinni.
Hann hafi haldið því fram að Merkel hafi eyðilagt Þýskaland með því að taka við of mörgum flóttamönnum 2015-2016 og sakað Þjóðverja um að verja of litlu fé til varnarmála. Þá hafi hann gagnrýnt þá fyrir ósanngjarna viðskiptahætti.
Merkel segir að ásjóna New York-borgar hafi verið þyrnir í augum Trumps vegna fjölda þýskra bíla á götum hennar.
„Við töluðum ekki á sömu nótum. Hann talaði af tilfinningu og ég um staðreyndir. Þegar hann tók eftir röksemdum mínum var það að mestu til að snúa þeim upp í nýjar ásakanir. Að leysa vandamálin virtist ekki vera markmið að hans hálfu.“
Segir Merkel að hún hafi dregið þann lærdóm af fundinum að ekki yrði rækt samstarf um samtengdan heim með þátttöku Donalds Trumps.
Hann dæmdi allt frá sjónarhorni fasteignafrumkvöðulsins sem hann var fyrir sinn pólitíska feril. Fyrir honum eru öll lönd í samkeppni og þegar einu gengur vel gengur öðru illa.