Myndir: Grindavíkurvegur aftur undir hraun

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. nóvember 2024

Myndir: Grindavíkurvegur aftur undir hraun

Hraun rann yfir Grindavíkurveg á sjötta tímanum í nótt á svipuðum slóðum og áður hefur runnið yfir veginn.

Myndir: Grindavíkurvegur aftur undir hraun

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. nóvember 2024

Hraun rann yfir Grindavíkurveg á sjötta tímanum í nótt á svipuðum slóðum og áður hefur runnið yfir veginn.

Hraun rann yfir Grindavíkurveg á sjötta tímanum í nótt á svipuðum slóðum og áður hefur runnið yfir veginn.

Ljósmyndarar mbl.is náðu myndum og myndskeiðum af svæðinu þar sem hraunið rann yfir nú fyrir skömmu, meðal annars þar sem það þverar veginn.

Grindavíkurvegur er aftur kominn undir hraun vegna eldgossins á Sundhnúkagígaröðinni.
Grindavíkurvegur er aftur kominn undir hraun vegna eldgossins á Sundhnúkagígaröðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hraunið hefur skriðið áfram með nokkuð miklum hraða, en tungan er þó minni um sig en í fyrri gosum þegar hún var breiðari og náði t.d. lengra til norðurs. 

Líkt og greint hefur verið frá sló Svartsengislína út fyrir um klukkustund síðan. Þar með fór rafmagn af Grindavík og orkuverinu í Svartsengi. Til að framleiða heitt vatn, sem notað er fyrir stærstan hluta Suðurnesja, þarf bæði kalt vatn og rafmagn. Hins vegar eru vara rafmagnsstöðvar í verinu sem fóru í gang og héldu framleiðslunni gangandi.

Á myndinni má sjá Grindavíkurveg þar sem hraunið rann yfir …
Á myndinni má sjá Grindavíkurveg þar sem hraunið rann yfir hann fyrr í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæði kaldavatnslögnin til versins og heitavatnslögnin frá verinu eru í jörð á þeim kafla sem hraunið rennur og eru því varðar. Er heitavatnsframleiðsla því í eðlilegu horfi.

Grindavíkurvegur undir hraun á ný.
Grindavíkurvegur undir hraun á ný. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Horft yfir gosið og hrauntauminn sem rennur til vesturs frá …
Horft yfir gosið og hrauntauminn sem rennur til vesturs frá því. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Flæði hraunsins hefur verið nokkuð hratt, en tungan er þó …
Flæði hraunsins hefur verið nokkuð hratt, en tungan er þó minni um sig en í fyrri gosum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is