Hraun rennur nú alveg rétt við bílaplan Bláa lónsins og mun líklega fara yfir planið eftir skamma stund. Ekki er þó talið að hraunið muni fara inn fyrir varnargarð og að lóninu sjálfu eða orkuverinu í Svartsengi.
Hraun rennur nú alveg rétt við bílaplan Bláa lónsins og mun líklega fara yfir planið eftir skamma stund. Ekki er þó talið að hraunið muni fara inn fyrir varnargarð og að lóninu sjálfu eða orkuverinu í Svartsengi.
Hraun rennur nú alveg rétt við bílaplan Bláa lónsins og mun líklega fara yfir planið eftir skamma stund. Ekki er þó talið að hraunið muni fara inn fyrir varnargarð og að lóninu sjálfu eða orkuverinu í Svartsengi.
Stórvirkar vinnuvélar hafa verið notaðar í nótt og morgun til að loka skörðum sem voru í varnargarðinum bæði við Bláalónsveginn og svo við bílastæðin hjá Bláa lóninu, þar sem gengið var að lóninu.
Arnar Smári Þorvarðarson, einn umsjónarmanna varnargarðaframkvæmda á Reykjanesi og starfsmaður Verkís, segir í samtali við mbl.is að búið sé að loka skarðinu við Bláalónsveginn og að verið sé að leggja lokahönd á að loka hinu skarðinu. Hann segist fullviss um að það muni takast áður en á reyni. „Ég held að við náum þessu þannig að það ógni ekki inn fyrir,“ segir hann.
Eins og sjá má á myndunum, sem teknar voru núna rétt fyrir hádegi, er hraunið alveg við bílaplanið. Einnig má sjá að vatnslækur rennur út undir garðinum við bílastæðið. Spurður hvort hann telji að hætta sé á gufusprengingum vegna þessa segir Arnar að slíkt geti gerst, en reynslan sýni að meiri líkur séu á að vatnið gufi bara strax upp í gufubólstra.