Sjöunda gosið á Sundhnúkagígaröðinni

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. nóvember 2024

Sjöunda gosið á Sundhnúkagígaröðinni

Kvika hefur brotið sér leið upp á yfirborðið sjö sinnum frá því hamfarirnar gengu yfir Grindavík 10. nóvember í fyrra en sjöunda eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni hófst klukkan 23.14 í gærkvöld.

Sjöunda gosið á Sundhnúkagígaröðinni

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. nóvember 2024

Eldgosið sem hófst í gærkvöld er það sjöunda á Sundhnúkagígaröðinni …
Eldgosið sem hófst í gærkvöld er það sjöunda á Sundhnúkagígaröðinni og það sjötta á þessu ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvika hefur brotið sér leið upp á yfirborðið sjö sinnum frá því hamfarirnar gengu yfir Grindavík 10. nóvember í fyrra en sjöunda eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni hófst klukkan 23.14 í gærkvöld.

Kvika hefur brotið sér leið upp á yfirborðið sjö sinnum frá því hamfarirnar gengu yfir Grindavík 10. nóvember í fyrra en sjöunda eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni hófst klukkan 23.14 í gærkvöld.

Alls eru eldgosin orðin tíu talsins á Reykjanesskaganum frá því nýtt gosskeið hófst á skaganum í mars 2021.

Fyrsta eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni braust út 18. desember í fyrra og gosið sem hófst í gærkvöld er það sjötta á þessu ári á gígaröðinni.

Fyrsta gosið á árinu hófst 18. janúar, annað gosið 8. febrúar, það þriðja 16. mars, fjórða gosið hófst 29. maí, það fimmta 22. ágúst og það sjötta 20. nóvember.

Lengsta gosið á Sundhnúkagígaröðinni stóð yfir í 53 daga. Það gos hófst 16. mars og stóð til 8. maí.

mbl.is