Spara stórfé með olíukaupum ytra

Landhelgisgæslan | 21. nóvember 2024

Spara stórfé með olíukaupum ytra

Landhelgisgæsla Íslands hefur sparað um það bil 100 milljónir króna á þessu ári með því að kaupa olíu á varðskipin í Færeyjum en ekki á Íslandi.

Spara stórfé með olíukaupum ytra

Landhelgisgæslan | 21. nóvember 2024

Mikill sparnaður er að olíutöku varðskipa í Færeyjum.
Mikill sparnaður er að olíutöku varðskipa í Færeyjum. mbl.is/sisi

Landhelgisgæsla Íslands hefur sparað um það bil 100 milljónir króna á þessu ári með því að kaupa olíu á varðskipin í Færeyjum en ekki á Íslandi.

Landhelgisgæsla Íslands hefur sparað um það bil 100 milljónir króna á þessu ári með því að kaupa olíu á varðskipin í Færeyjum en ekki á Íslandi.

Varðskip Landhelgisgæslunnar hafa tekið olíu í fimm skipti á árinu 2024, Freyja þrisvar og Þór tvisvar. Í fjórum tilfellum var olía tekin í Færeyjum en einu sinni á Íslandi. Að óbreyttu gerir Landhelgisgæslan ekki ráð fyrir að þurfa að taka meiri olíu á varðskipin á þessu ári.

Meðalverð á lítra úr þessum fimm olíutökum er um 99,3 krónur. Lítraverðið í olíutökunni á Íslandi var 154,1 króna en var að meðaltali 96,0 krónur í Færeyjum.

Ríkisendurskoðun beindi því til Landhelgisgæslunnar í skýrslu 2022 að hætta olíukaupum í Færeyjum. Engu að síður hélt Gæslan því áfram og bar því við að rekstur stofnunarinnar væri þyngri en áður. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is